Andvari

Árgangur

Andvari - 01.08.1961, Blaðsíða 59

Andvari - 01.08.1961, Blaðsíða 59
ANDVAM SÁLARVOÐI 153 er kvöldfögur, hugsaði hann, það má hún þó eiga. Sólin varpaði roðabjarma á grænar brekkur, rauða stafna með hvítum gluggalistum og marglit þök, jafnvel grá steinbáknin fengu á sig hýrusvip. Þegar hann gekk fram hjá hóteldyrunum mundi hann eftir bókinni. Jæja, hingað var hann þá kominn. Var nokkuð sjálfsagðara en að líta inn á afgreiðsl- una og spyrja eftir henni? Afgreiðslufólkið kannaðist ekki við neitt. Enn stóð hann á vegamótum. Hann fékk að vita herbergisnúmerið. Þegar hann kom fram að stiganum, hikaði hann enn. Hverju verður spillt? Hvað get ég misst? Hlægilegt kjarkleysi, hugsaði hann. Gáskinn sem hafði gripið hann áðan úti á götunni fékk nú skyndilega yfirhöndina og hann tók að ganga upp stigana með hroll hins ókunna í hverri taug. Þegar upp á ganginn kom og hann sá númerið á lokaðri hurðinni, stanzaði liann um stund og rcyndi að stöðva hjart- slátt sinn. Ég lilýt að vera eitthvað einkennilegur í framan, hugsaði hann og gekk að spegli á ganginum, en hann sá ekkert annað en snyrtilegan og yfir- hragðsstilltan mann. Er þetta ég sjálfur? letraðist í huga hans. Aftur tók hann stefnu að dyrunum. Elvaða afl var það, sem rak hann áfram gegn eiginlegum vilja hans og hversdagshugmyndum? Enga smámunasemi, elsku vinur. Þetta bætir aðeins hjónabandið, hvíslaði einhver spévís rödd í eyra hans. Fjandinn eigi það, ég hef vit fyrir mér, sagði hann við sjálfan sig og drap rólega að dyrum. Hurðin opnaðist strax og hún stóð fyrir innan í ljósum flegnum sumar- kjól og leit á hann spurulum augum. Um stund gat hann ekki komið fyrir sig orði, og henni virtist skemmt af vandræðum hans, en svo rétti hún fram höndina, brosandi og alúðleg og bauð honum inn fyrir. „Fyrirgefðu, að ég sveik þig“, sagði hún. „Ég er ævinlega svo vönkuð, þegar ég er á ferðalagi." Hún bauð honum sæti, en minntist ekki einu orði á bókina, og þegar þau höfðu kveikt sér í vindlingum, bráði af honum feimnin. „Það er víst ekki heppilegt, að við röbbum saman niðri", sagði bún og leit um leið á hönd hans. „Ég ætla að biðja þióninn um hressingu handa okkur hingað upp.“ Hún hringdi strax án þess að bíða eftir öðru en þegjandi samþykki hans. Ósjálfrátt minntist hann þess nú, að trommarinn og kona hans höfðu einhvem tíma minnzt á hana, þegar hann var þar í heimsókn: „Sú tók það nú geyst, fyrst eftir að hún kom út“, hafði þá trommarinn sagt. „Stelpugreyið fékk dellu ov Iiélt að hún hefði rödd.“ Síðan féll það tal niður, en það kom óþægi- lega við hann, að hevra henni niðrað. Nú komu þessi orð í hug hans í fullri merkingu og veittu honum vissan styrk gagnvart henni. Þjónninn kom, tók pöntunina og færði þeim hana að vörmu spori. Hún tók að rifja upp atburði frá fyrri samveru þeirra og þau hlógu að ýmsu skrýtnu, sem þá hafði gerzt.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Andvari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.