Andvari

Árgangur

Andvari - 01.08.1961, Blaðsíða 45

Andvari - 01.08.1961, Blaðsíða 45
ANDVARI ERNEST HEMINGWAY 139 við afmarkaðan atburð og stutt form. Þeir sem litu yfir framaferil hans svo scm hann hirtist í sjónhendingu 1952 fengu ekki annað en furðað sig á því, að hann hafði ekki skrifað neina stóra skáldsögu siðan „Klukkan kallar“ áriS 1940. Jafnvel þótt við minntumst þess, að heimsstyrjöld hafði verið háð á þess- um árum og Hemingvvay tekið fullkom- inn þátt í henni, þá virtist sýnt, að meist- arinn var farinn að draga af sér. Við þetta bættust óhöppin. Averkar þeir sem hann hlaut í flugslysinu í Afríku og van- heilsa hin næstu ár skýra það, að höf- undarfrægð hans hlaut að verða bundin við fimm bindi skáldsagna: hinar dásam- legu smásögur, „Gamla manninn og hafið" og meistaraverkin þrjú: ,,Og sólin rennur upp“, „Vopnin kvödd“ og „Klukkan kallar“. Þegar við hugleiðum það, að allar þessar bækur voru skrif- aðar fyrir 1941, ef frá er talin sagan af Santíagó, þá kennir maður nokkurrar hryggðar að vísu, þótt þetta sé reyndar ekki hörmulegra en venjulegur ferill lífs- ins sjálfs. Maður finnur aðeins til þakk- lætis fyrir svo goðborna list hvar og hvenær sem hún birtist sjónum manna. Ef við verðum svo lánsamir aS fá meira eftir hann látinn, þá fögnum viS því. Ef svo verður ekki, látunr þá svo vera. Því að með vissu var það gott, er Hem- ingway gaf okkur, það sem liann átti hezt. Hinir fimm fyrstu mánuðir fjár- lagaársins, er lauk með dauða hins sjúka og aldurhnigna ljóns, reyndust honum einnig góðir og hann virðist hafa notiS þeirra lífsstunda. Hann hvarf nú frá bú- garði sínum á Kúbu fyrir fullt og allt, eins og síðar kom í ljós, og var um síð- sumarsmánuðina á Spáni og fylgdist með leik hins unga Ordonez, nautahanans í hinni hættusömu iðju hans. Hann sneri aftur til Bandaríkjanna og fór þegar ásamt konu sinni til tvílyfta veiðikofans stns í Ketchum, Idaho, sem hafði nú orðið lögheimili hans eftir að sambúðin með Kúbu og Bandaríkjunum versnaði óðum. En síðustu sjö mánuði hrakaði einnig heilsu hans stórum. Hann hafði lengi þjáðst af hlóðþrýstingi og á siSasta degi nóvembermánaðar lagðist hann í Mayosjúkrahúsið og lá þar í nærri tvo mánuði sér til hvíldar og lækningar. Hann var heima hjá sér í Idaho mánuð- ina febrúar og marz og mestan hluta apríl- mánaðar. En hann var krankur maður, þjáðist bæði af aðkenningu af sykursýki og meinsemd í lifur. Hann varð að fara til Minnesota og dvelja á spítala um tveggja mánaSa skeið. Mánudaginn 26. júní fór Hemingway frá Rochester í bifreið til Idaho og var kominn heinr eftir tveggja daga ferðalag. Fjárlagaárinu var rétt lokiS er hinn sjúki maður lá dauður hjá byssu- húri sínu, sem honum þótti svo vænt um. Það er ekki tilhlýðilegt óskvldum manni að reyna að gera sér grein fyrir því, sem bjó í huga ljónsins þetta síðasta válynda sumar, er hann færðist nær sex- tugasta og öðru aldursári sínu og þeim afmælisdegi, er hann átti ekki eftir að lifa. Þótt hann væri án alls vafa og ekki án ástæðu áhyggjufullur um hnignandi heilsu sína, þótt hann mætti harma missi góðvina sinna og þótt lrann fengi ekki farið til bújarðar sinna hjá Havana, þá tókst honum þó að mestu leyti að vera á ytra borði hinn sami æÖrulausi drengur, er staðið hafði af sér allar stórhríÖar jarðneskra örlaga. Levndarmál sín — og þau voru mörg — hafði hann birt í skáldskap sínum um fjörutíu ára skeið, en hin sem dulin voru, geymdi hann grafin djúpt hið innra með sér. Vera má að fleiri komi fram í dagsbirtuna síðar. En hér verÖur látið nægja að kveðja hið mikla ljón með orðunum: recjuiescat et te salutamus. Sverrir Kristjánsson þýddi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Andvari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.