Andvari

Árgangur

Andvari - 01.08.1961, Síða 96

Andvari - 01.08.1961, Síða 96
190 ANDVARI SIGURDUR JÓNSON FRÁ URÚN vitað hest gera og heíði talið óframkvæm- anlega, ef mér hefði verið sagt frá. Þarna varð ég að trúa, en ég skildi ekki viðbragð þetta, raunar hvorki hugsun þess né afl- fræði, en sá maðurinn, sem átti Gráskjóna flest brúkunarárin, segir mér að svona hafi hann oft brugðið við, þegar taglið fauk fram með honum og slóst í hann. En mér finnst athöfnin lítið skýrast, því enginn sá hann svona láta lausan í rekstri eða haga, hvernig sem þá fuku tögl, hvort sem hann hefir kominn undir mann sett snertinguna í samband við svipuhögg, sem ég vissi hann þó aldrei reyna. Verður frásögn þessi að nægja sem sýnishorn af happa- og glappaaðferðum okkar við að semja okkur að siðum hvors annars, og komast hvor undan annars ofríki, en alltaf varð Gráskjóni ljúfari á sporið næst eftir að hafa hitt á það um stund þótt stutt væri í einu fyrst. Skilaði ég honum fyrir septemberlok til eigand- ans. Var folinn þá mjög að mínu skapi þótt mikið skorti á fulla tamningu. Hann var orðinn settur töltari á hægri ferð, barnglaður og léttur, ef mjúkt var á tekið, ljúfur í taum og réttur, en sárvið- kvæmur fyrir aðbúð og ásetubreytingu og því næsta vandsetinn, en bæði ofríkis- fullur og illgengur ef í odda skarst. Tók Sigurður Stefánsson við eign sinni þá um haustið maður bráðlaginn og kom hestinum eitthvað á bak. Hefi ég ekki heyrt að hann hafi kvartað yfir skiptum okkar, enda var hesturinn honum þá bæði mikill og góður. Fór hann skömmu síðar fram á Staðarbyggð í Eyjafirði til göngu fram eftir vetri og hefi ég frétt að Sigurður hafi fengið óþægðarfæri á heimilið með hann um veturinn og hafi hann þá komizt í bili upp á að verja töltið. Víst er hitt að Sigurður seldi hann um veturinn eða vorið fram í Eyjafjarðar- botn og þá þó sem álitshest en engan gallagrip. Eru mér ókunnug verk hans og viðmót þar, en nokkrar sögur gengu af umfangi hans og stórlæti. Þarf þar ekki að hafa valdið klaufaskapur, hesturinn var ekki meir gerður en svo að margt gat komið upp í háttum hans, en eftir tvö misseri var hann aftur falur. Var hann þá keyptur að Grund í Eyjafirði og fyrir skömmu kominn í nýju vistina þegar ég átti þar ferð framhjá einhesta á smáum fola grótgengum og lítt vön- um. Magnús Aðalsteinsson síðar lögreglu- þjónn í Reykjavík, eigandi Gráskjóna, og á þeim tíma bóndi á Grund, bauðst þá til að lána mér minn lorna nemanda þaðan og þangað aftur, en ferð minni var heitið að Vtra-Dalsgerði, sem er þar einum 10 km sunnar í firðinum. Þáði ég boðið og átti mikils von og óvenjulegs, en þótti umskipti orðin, hest- urinn hafði þá versnað í viðbúð svo að nærri var hann óþckkjanlegur, var hann þá orðinn bæði ósvífinn mjög og taum- kaldur, fór þó neyðarlaust á með okkur á framleið. Ég stóð æði lengi við í Ytra-Dalsgerði og voru hestarnir í húsi þar skammt suður á túninu, lagði ég á Gráskjóna þar í húshlaði þegar ég bjóst til heimferðar. Var Gestur bóndi Kristinsson þar hjá mér og faðir hans, en auk þeirra voru þar hundar Gerðanna beggja, því tún liggja saman og eru báðir bæirnir nærri merkjum. Kvaddi ég þá feðga þar og steig á bak. Var þar girt með götu að austan milli húss og bæjar og svo aftur norðan heimreiðar austur að aðalvegi neðan túns, varð ég því að ríða í krappan krók um bæjarhlaðið þaðan, sem ég fór á bak. En um leið og ég tók ístað, greip hvor hundurinn fyrir sig í hæl á þeim hest- inum, sem nær honum var. Ég hafði haft folann á vinstri hönd og var hann viðbragðsharður og eldvaskur
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Andvari

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.