Andvari

Árgangur

Andvari - 01.08.1961, Blaðsíða 30

Andvari - 01.08.1961, Blaðsíða 30
124 ÞÓRLEIFUR BJARNASON ANDVARI — Nú, þeir cru þá ekki komnir enn. — Ertu ennþá við vegavinnustjórn liérna á heiðinni? — Eg líL stundum eftir því, livernig veginum er haldið við. Það eru alltaf einhverjir, sem bregðast — í dag þú, á morgun ég. — Vegurinn er góður núna. — En ræsið? — Hvaða ræsi? — Suður í hallanum af henni Urðarbrekku. — Það er gott núna. — Gott, það verður aldrei gott. Það hrynur alltaf úr því. — Ekki núna. — Það var einhver sem sagði mér að það væri hrunið úr því. — Ég varð þess ekki var. — Nei, sumir sjá aldrei hættuna, cf þeir sleppa fram hjá henni. — Ég held ég hefði tekið eftir því núna. — Þú heldur það. — Ég vcit hvað þú átt við, Jóhannes. Það er langt síðan. En þú getur auðvitaÖ ekki gleymt því. — Þú manst það betur. — Það er bezt ég segi það. Ég ók bílnum. — Ég lét setja merkin við ræsið. — Við áttum að geta séð þau. En ég sá þau of seint, og við urðum að flýta okkur. Sjálfsagt hefði farið öðru vísi, ef hann hefði ekið. Hann var athug- ull og vanur akstri. Ég sárbað liann að lofa mér að aka, en ég var réttindalaus viðvaningur. Hann lét það eftir mér . . . — Það var ég, sem olli slysinu. — Kannski veiztu það fyrst núna. Ég laug og blekkti ykkur alla. Við köstuðumst báðir út úr bílnum. Ég slapp með lítil meiðsli, en hann var dáinn. Ég sagði ykkur að hann hefði ekið. Þið trúðuð mér allir eða létust trúa mér. Nú hef ég loksins sagt þér það. Allar vættir þessarar heiðar hafa dæmt mig — og nú er þinn dómur eftir. Gamli maðurinn leit á hann, kyrrum, djúpum augum, sem minntu á stöðuvötn heiðarinnar undir kvöldskyggninu. — Því verður aldrei breytt sem orðið er. Vandinn er aðeins sá að taka því, sem að hönduin ber. Það kunnir þú ekki. Þess vegna hefur hefndin elt þig, en hún er alltaf þyngst, þegar hún kemur frá manni sjálfum. Nú skaltu halda áfram og skildu skuggann eftir. Eeldu þig ekki fyrir staðreyndunum eða staðreyndirnar fyrir þér. Það lukkast aldrei.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Andvari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.