Andvari

Årgang

Andvari - 01.08.1961, Side 30

Andvari - 01.08.1961, Side 30
124 ÞÓRLEIFUR BJARNASON ANDVARI — Nú, þeir cru þá ekki komnir enn. — Ertu ennþá við vegavinnustjórn liérna á heiðinni? — Eg líL stundum eftir því, livernig veginum er haldið við. Það eru alltaf einhverjir, sem bregðast — í dag þú, á morgun ég. — Vegurinn er góður núna. — En ræsið? — Hvaða ræsi? — Suður í hallanum af henni Urðarbrekku. — Það er gott núna. — Gott, það verður aldrei gott. Það hrynur alltaf úr því. — Ekki núna. — Það var einhver sem sagði mér að það væri hrunið úr því. — Ég varð þess ekki var. — Nei, sumir sjá aldrei hættuna, cf þeir sleppa fram hjá henni. — Ég held ég hefði tekið eftir því núna. — Þú heldur það. — Ég vcit hvað þú átt við, Jóhannes. Það er langt síðan. En þú getur auðvitaÖ ekki gleymt því. — Þú manst það betur. — Það er bezt ég segi það. Ég ók bílnum. — Ég lét setja merkin við ræsið. — Við áttum að geta séð þau. En ég sá þau of seint, og við urðum að flýta okkur. Sjálfsagt hefði farið öðru vísi, ef hann hefði ekið. Hann var athug- ull og vanur akstri. Ég sárbað liann að lofa mér að aka, en ég var réttindalaus viðvaningur. Hann lét það eftir mér . . . — Það var ég, sem olli slysinu. — Kannski veiztu það fyrst núna. Ég laug og blekkti ykkur alla. Við köstuðumst báðir út úr bílnum. Ég slapp með lítil meiðsli, en hann var dáinn. Ég sagði ykkur að hann hefði ekið. Þið trúðuð mér allir eða létust trúa mér. Nú hef ég loksins sagt þér það. Allar vættir þessarar heiðar hafa dæmt mig — og nú er þinn dómur eftir. Gamli maðurinn leit á hann, kyrrum, djúpum augum, sem minntu á stöðuvötn heiðarinnar undir kvöldskyggninu. — Því verður aldrei breytt sem orðið er. Vandinn er aðeins sá að taka því, sem að hönduin ber. Það kunnir þú ekki. Þess vegna hefur hefndin elt þig, en hún er alltaf þyngst, þegar hún kemur frá manni sjálfum. Nú skaltu halda áfram og skildu skuggann eftir. Eeldu þig ekki fyrir staðreyndunum eða staðreyndirnar fyrir þér. Það lukkast aldrei.

x

Andvari

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.