Andvari

Árgangur

Andvari - 01.08.1961, Blaðsíða 42

Andvari - 01.08.1961, Blaðsíða 42
136 CARLOS BAKER ANDVARI Látum þetta nægja um það, sem vænta má að komi á næstu árum. Hinn skjóti dauði svo mikilsháttar rithöfundar gefur ástæðu til að meta það aftur, sem við höfum þegar undir höndum. Þrátt fyrir einstaka veilur, sem síðar verður drepið á, er sú skoðun bókmennta- sögufræðinga hárrétt, að þáttaskipti hafi orðið í amerískum skáldskap, er Heming- way gekk fram á sviðið um miðjan þriðja áratug aldarinnar. Þetta tæra óbundna mál sem laust okkur fyrir fullum manns- aldri, þessi frægu stílbrögð, er fengu tjáð logandi tilfinningu, en gekk þó aldrei úr járngreipum höfundarins, hinir geislandi rómantísku töfrar, sem hinn ungi höf- undur fær gætt fyrri söguhetjur sínar, ævi þeirra, ástir og umhverfi — allt heillar þetta okkur og fjötrar enn með sama afli og á hinni löngu liðnu tíð milli heimsstyrjaldanna, er Hemingwav hljóp svo skjótt skeiðið frá handlagni sveins- ins til snillibragða meistarans. Ekki er heldur erfitt að útskýra framhald afreka hans. Hann hafði augun opin, öll skyn- færi hans vökul, sögupersónurnar afmark- aðar og heilsteyptar, hlutirnir séðir í brennidepli, og efni bóka hans jafn al- mannlegt og hugrekki, ást, æra, karl- mannsþrek, þjáning, dauði, og jafngildi alls þessa í andstæðum. Aðrir meistarar önnur vinnubrögð — og því meira því betra. En hver sá, sem leitar ráða um það, hversu höfundur getur tryggt sér, að það lifi, sem hann hefur skrifað, mun komast að raun um, að listræn forskrift Hemingways stenzt alla raun Á kjarnanum í list hans fékk ekkert unnið, en á útjöðrunum mátti snemma merkja deigari málm. Hann kunni öll meistaratökin á lausu máli skáldsögunnar, en þegar hann þreifaði fyrir sér fingra- lipur í öðrum greinum orðsins listar, brást honum oftast handlagnin. Sjóræningja- útgáfa á æskuljóðum lians hefur runnið út á sjóræningaverði. Ljóðin sýna, að í byrjun þriðja aldartugsins að minnsta kosti var Hemingway hvorki neinn Yeats né Eliot. En óbundið mál hans frá sömu árum er dæmigerð staðfesting á skilgrein- ingu Coleridges á skáldskap („hin beztu orð í hinu bezta samhengi“), svo sem hver getur sannfært sig um, er les „Fljótið mikla með hjörtun tvö“. Ekki var hann heldur leikskáld. Svo mikla samúð og maður hafði árið 1939 með málstað hinnar sigruðu lýðveldis- stjórnar, þá var „Fimmta herdeildin" ekki sviðsett svo, að ætla mætti að vinnu- vanur leikritahöfundur hefði samið það, og sú skoðun breytist ekki þegar maður les það núna aftur. Því að Ilemingway var ekki í ríkum mæli gæddur anda leik- skáldsins. Það sem Yeats kallaði fvrirlit- lega „leikhússstúss, ráðsmennsku með fólk“, heillaði hann aldrei. Þegar undan er skilin kvikmyndin „Klukkan kallar“, þar sem góðvinir hans Gary Cooper og Ingrid Bergman léku prýðilega, og leik- ur vinar hans Spencer Tracys í hlutverki Santíagós í „Gamli maðurinn og hafið“, gat Idemingway aldrei horft til enda á kvikmyndir eða sjónvarpssýningar á verk- um sínum. Það mátti gera „góðar afsteyp- ur“ af sögum hans á sama hátt og taka mátti góðar myndir af Hemingway þegar hann fór að heiman eða kom aftur. En hin sanna inntæka merking, hið fíngerða þel, hið ósvikna persónulega fangamark Hemingways þoldi ekki, nema rétt stund- um, að verða flutt frá hinu prentaða orði yfir á leiksviðið. Svo sundurleit bók- menntastórvirki og „Skarlatsrauði bók- stafurinn", „Mikið í vændum", „Stríð og friður" og „Moby-Dick“ hafa mátt þola viðlíka misþyrmingar. Hin einstæðu og fínofnu tengsl, sem verða með mikl- um skáldsagnahöfundi í einveru hans og niðursokknum lesandanum í sinni ein- veru, truflast og slitna ærið oft þegar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Andvari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.