Andvari

Årgang

Andvari - 01.08.1961, Side 73

Andvari - 01.08.1961, Side 73
GUÐMUNDUR BÖÐVARSSON: VIÐ GRÖF HALLDÓRS Hér býr hún um rúmið þitt, bróðir, og býður kyrrð og sátt, hin trygga og margreynda móðir, sem mœlir hljótt og fátt. Hún var orðin löng þín vaka, þó varðstöðu Ijúki hér. — Og hugur vor horfir til baka og heyrir margt og sér. Hér upphófst þú átthagans merki ungur í þinni sveit: — að afkasta afreksverki þarf ekki stóran reit, því oft var í einsetu spunnið það ívaf, sem mest er vert, og þúsundum þœgt og unnið með því, sem var einum gert. Hér ófst þú í œttlandsins klœði þinn œviþátt höndum tveim, hér bjóst þú, hér kvaðst þú þín kvœði og kynntist vanda þeim að mœta til stritsins að morgni, sem metið skyldast var, en eiga þann afguð í horni, sem einum trúnaður bar.

x

Andvari

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.