Andvari

Árgangur

Andvari - 01.08.1961, Blaðsíða 60

Andvari - 01.08.1961, Blaðsíða 60
154 INGÓLFUR PÁLMASON ANDVARI Hann langaði til að minna liana á áreksturinn í kjallaraganginum, en fann jafnframt, að það var lionum um megn. Slíkir smámunir verða hlægilegir, ef reynt er að tjá þá í orðum. Hann spurði liana um dvöl hennar í útlöndum. Nei, það hafði henni aldrei dottið í hug. En hún hafði sungið nokkra vetur á ýmsum skemmtistöðum í Danmörku, mest í Árósum. Hún hló dálítið biturt, þegar hann minntist á frægð hennar. ,,Jæja, þú heldur það“, sagði hún. ,,Minn tími hefur nú farið mest í það að pikka á ritvél, eins og hjá öðrum vesalings einmana konum“. Hann hló. Hún einmana! Sá var góður. Hún hló líka og tók að segja honum frá, hvernig allt hefði brugðizt sér', hvernig reynt er að níða af þeim skóinn, senr vilja lifa fyrir sína eigin hugsjón. „Ó, ég hef alltaf verið svo mikill græningi, öll uppi í skýjunum", sagði hún döpur og andvarpandi. „Það var bókin þín, sem minnti mig á görnlu góðu dagana heima á Fróni, þegar við krakkarnir í menntaskólanum lásum og lásum, Hamsun, Kiljan og Wilde. Nú er það allt liðið, allir giftir og orðnir góðborgarar og fínir menn úti í litlum þorpum. Ég var kjáni — hún teygði handlegginn upp í loftið, lagði hvora höndina á aðra og studdi þeim á kné honum — ég var voðakjáni að eiga ekki bara strák eins og þig, þú varst svo mikil elska.“ Hún hafði varla hugmynd um, hvað þetta voru hættuleg orð. Hann greip urn arma hennar og þrýsti þá af óvæntum ákafa. Andartak sneri hún sér að honum líkt og hún ætlaði að hverfa til hans, en þegar hún leit í and- lit hans, hrökk hún við, stóð upp og gekk út að glugganum. Gullinn lág- geislinn lék um hár hennar og arma, og hann þóttist geta greint þungan andar- drátt hennar. Hann vissi ekki lengur sitt rjúkandi ráð. Án þess að vita hvað hann gerði, gekk hann til hennar og tók um herðar henni. Undarlegt sambland dapurleika og fagnaðar lýsti úr efablöndnum augum hennar. — Nú eða aldrei að eilífu, skráði æstur hugur hans. Hann kyssti hana á lokuð augun og hún sneri sér að honum og gafst kossum hans á vald. Þannig hafði hann aldrei verið kysstur og þannig hafði hann aldrei kysst fyrr, líkt og dæmdur rnaður, sem teygar síðustu veig dagsljóssins, líkt og æði höfuðskepna. En mitt í hinum tryllta dansi ástríðnanna upphófst annar dimmri tónn, sem áður en varði hafði yfirgnæft töfraflautu Pans. Og þegar fyrsta storminum slotaði og þau litu undr- andi hvort á annað, sá hún örvæntingarfulla baráttu hans. Eitthvert fjandsam- legt afl hafði risið á milli þeirra, og hún þóttist lesa úr svip hans, að hér hefði aðeins verið um mistök að ræða. Hún losaði sig í flýti og lagaði sig til, aðeins roðinn í andlitinu bar vitni gegn þeirri rólegu heimskonu, sem hún var aftur orðin. Hann fyrir sitt leyti fann, að stund hans var liðin, hik hans hafði glatað
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Andvari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.