Andvari

Årgang

Andvari - 01.08.1961, Side 62

Andvari - 01.08.1961, Side 62
156 INGÓLFUR PÁLMASON ANDVARI engu óðslega. Þegar hann stóð upp, þreifaði hann á höggli í vasa sér. Bók. Hið eina, sem hafði bjargazt úr rústum draumaheimsins. Hann opnaði hana af handahófi. Römmum þef af gömluin pappír sló fyrir vit hans. í hálfrökkrinu við gluggann mátti heita lesbjart. Hann lagði við eyrun eins og þjófur. Allt var kyrrt og engin hreyfing nokkurs staðar. Hann fór að lesa. Undarlegar kenndir gripu hann strax: Sumur þrungin skógarilmi, angan liðinna vora. Hann las og las. Allir hlutu að vera sofnaðir fyrir löngu. Hann geystist yfir blaðsíðurnar og hrifsaði í flýti það sem hann vildi finna, ástina, þjáninguna og kaldhæðni lífsins. Er hann hafði lesið síðustu línuna, lokaði hann bókinni hægt. í urðinni handan við götuna rauk úr hrúgu, sem kveikt hafði verið í urn daginn. Þetta var vísbending. Hann læddist út og yfir í holtið og fór að skara í logana. Og l’yrst þegar síðustu blaðsíðumar höfðu sortnað fyrir eldinum, fann hann hugrekki og ró til að ganga á vit draumsins.

x

Andvari

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.