Andvari

Volume

Andvari - 01.08.1961, Page 78

Andvari - 01.08.1961, Page 78
172 BJÖRN ÞORSTEINSSON ANDVARI má sanna með mörgum dæmum úr sögu landfundanna, þótt hér sé ekki kostur. Auk þess höfðu fiskimenn auðvitað minni skipti við Islendinga en kaupmenn, sem lágu hér vikum saman í höfnum og áttu margvísleg skipti við landsmenn og gift- ust jafnvel íslenzkum konum. Ymsir af þeim kaupmönnum, sem stunduðu ís- landssiglingar frá Bristol, eru vel þekktir í sögu borgarinnar, voru borgarstjórar og miklir athafnamenn. Sumir þessara manna stunda jöfnum höndum siglingar til Islands, Portúgal og Spánar. Sumarið 1472 er skipið Mary frá Bristol við ísland, en um haustið suður í Portúgal, svo að dæmi sé nefnt. Arið 1475 er John nokk- ur Goodmann, kaupmaður á Mary frá Bristol, staddur við Snæfellsnes og lendir þar í deilum við Hansakaupmenn. Hann fær 10 nafngreinda íslendinga til þess að vitna um þessar deilur, en meðal þeirra er Gísli Jónsson, umboðsmaður Skálholtsstóls, Magnús, ábóti á Helga- felli, og Steinmóður Bárðarson, ábóti í Viðey. Af heimildum verður auðvitað ekki séð, að Goodmann hafi þekkt pers- ónulega alla þá Islendinga, sem um málið fjalla, en hann hefur verið kunnugur einhverjum þeirra, svo mikið er víst. Klaustrin á Helgafelli og í Viðey fengu margs konar gjöld greidd í fiski, sem þau þurftu að losna við; þau voru góðir kaupu- nautar erlendra kaupmanna, en einmitt í klaustrunum var margs konar fróðleik að finna. Einmitt á Snæfellsnesi hefur íslendingum átt að vera einna kunnug- ast um fornar ferðir til Grænlands og Vínlands hins góða. John Goodmann verzlar ekki einungis við ísland, heldur stundar hann einnig verzlun við Irland, Frakkland, Spán og Portúgal. Við Portúgal verzlar hann m. a. í félagi við John nokkurn Jay, sem einnig er íslandskaupmaður, en árið 1480 gerir John Jay, kaupmaður í Bristol, út 80 smálesta skip ásamt nokkrum öðrum reiðurum í borginni til þess að leita eyjar- innar Brazil vestur af Irlandi. Eftir níu vikna útivist hrekur það til írlands í of- viðri án þess að hafa fundið fyrirheitna landið. Leiðangursstjóri var John Lloyd, „reyndasti sjómaður Englands". Hans er alloft getið í heimildum, og eitt sinn segir, er skip hans leggur úr höfn, að því sé ætlað að sigla til „erlendra staða“ án nánari skýrgreiningar. Á síðari hluta 15. aldar birtast þessar leyndardómsfullu staðarákvarðanir í tollaskýrslum í Bristol nokkrum sinnum, og þar er mönnum einnig veitt heimild til þess að sigla „ad partes exteras" eða til erlendra staða að íslandi undanskildu. Ég hef ekki heyrt neinum getum leitt að því, hvaða huldu- lönd það séu, sem Bristolmenn eru að heimsækja, þegar þeir verjast allra frétta um heiti þeirra, og ég ætla ekki að fara að barna söguna að þessu sinni, það yrði of langt mál. Meðal félaga Johns Jays, sem gera út landaleitarskipið 1480, er m. a. íslands- kaupmaðurinn Robert Straunge, sem einnig verzlar við Spán og Portúgal, og sennilegt er, að aðrir útgerðarfélagar þeirra hafi einnig átt skip í förum til sömu landa, en tveir þeirra voru borgar- stjórar í Bristol. Ári síðar er Thomas Croft, tollheimtu- maður í Bristol, grunaður um að stunda ólöglega verzlun á tveimur skipum, en hann afsakar sig með því, að hann hafi gert þau út „ekki til verzlunar, heldur til þess að leita eyjarinnar Brazil". Þessi skip eru fermd salti, en það er dálítið nýstárlegur farmur í landaleitarskipi; fiskiskip voru gerð út með saltfarmi, en ekki landkönnunarskip. Annað þessara skipa var 52 lestir, en ekki er vitað um stærð hins. Slíkir farkostir voru notaðir mjög til landkönnunar og fiskveiða á Norðurhöfum í lok 15. aldar. „Sankta

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.