Andvari

Árgangur

Andvari - 01.08.1961, Síða 84

Andvari - 01.08.1961, Síða 84
178 GUNNAR EINARSSON A BERGSKALA ANDVARI Gönguskörðum. Er þangað brött og erfið leið, má kalla, að fjallið „standi með manni", sem kallað er, þá farið er frá Skarði upp að byggðum skolla. Sagði Gísli nú frá fundi sínum og kvaðst ekki geta farið á grenið vegna lasleika. Var nú hringt til mín og ég beðinn liðveizlu. Brá ég við og fór næsta dag til Sauðár- króks. Hitti ég Gísla og töluðumst við við. Taldi hann dýrin nýflutt í þetta greni og myndu þar vera dýrbítir. Sagði hann grenið illt og erfiða alla aðstöðu, hafði mönnum þeim, er þar höfðu legið áður, sjaldan tekizt að vinna það að fullu. Þó hafði Jón Gíslason, nafnkunn skytta af Sauðárkróki, eitt sinn kálað öllurn íbúum þess. Bað ég Gísla, sem er góður vinur minn, að fara með mér, ef hann treystist til, og hét hann því. Þótti mér rnjög vænt um, því þar fékk ég góðan og öruggan félaga og ágætan liðsmann. Lögðum við af stað síðari hluta dags. Fengurn far með bíl upp að Skarði. Lögð- um svo dót okkar á bakið og héldum á brattann. Norð-austanátt hafði verið um daginn, en nú fór lygnandi, og þótti okkur betur, að svo var. Leit út fyrir gott veður næstu nótt. Seint sóttist okkur leiðin, enda var mjög heitt í veðri, leiðin snarbrött og byrðarnar allþungar. Svitn- uðum við illa á leiðinni. Loks sáum við heim á grenið. Það lá í urðarhrygg, sem liggur frá austri til vesturs í skál nokk- urri, rétt undir hrikalegum stuðlabergs- klettum Einhyrnings. Við athuguðum grenið rækilega í sjónauka úr nokkurri fjarlægð og sáum þar ekkert kvikt. Fór- um við svo til grjótbyrgis norðaustur af greninu og bjuggum þar um okkur eftir föngum. Klukkan var um 9.30. Veður var hið ákjósanlegasta, logn og heiðríkt loft. Sátum við þannig, að Gísli gætti norðaustur-, austur- og suðaustur-áttar, og sagði hann mér, að úr austurátt hefði læðan komið forðum, er hann lá þarna með Jóni Gíslasyni, en þá urðu þeir refs- ins aldrei varir. Eg gætti suðvestur- og suður-áttar, og fannst mér einhvern veginn, að þaðan myndum við fá heimsókn íbúanna, ef þeir kæmu í sjónmál. Ennfremur gáfum við gætur að háum grjótkambi í norður- átt, en þaðan gátu dýrin komið, ef þau sóttu til fanga út á Reykjaströnd. Til vesturs þurfti ekki að líta, því þar gnæfði Einhyrningurinn svo að segja yfir okkur, ókleifur og hrikalega mikill. Leið okkur prýðilega þarna og ræddum við um gaml- ar veiðiferðir og ýmislegt frá liðnum æskudögum, því við höfðurn þekkzt frá æsku og oft veitt saman, bæði á sjó og landi. Leið nú þar til klukkan var orðin 11. Þá sá ég bláu dýri bregða fyrir í suð- vesturátt, hljóp það yfir melrima einn örmjóan. Sá ég það aðeins í svip, svo hvarf það niður í lægð, sem var í hraun- inu. Ég gerði Gísla aðvart og sagði hon- um í flýti, hvers ég hefði orðið var. Bið- um við í ofvænt þess, að dýrið kæmi í ljósmál. En það vildi dragast. Allt í einu sá ég ofan á hrygg dýrsins heima á gren- inu sjálfu. Hafði það þrætt lægð þá sem liggur frá röðlinum, þar sem ég sá það fyrst, og komizt alla leið á grenið, óséð. Ég miðaði vandlega og beið þess, að meira sæist af dýrinu en hrygglengjan cin. Lágur, flatur steinn huldi dýrið, og mátti ég búast við, að það hyrfi inn þá og þegar. Væri nú Jretta læðan og ætti unga yrðlinga, mátti búast við, að hún þyti inn, og þá var hún ekki væntanlegt viðfangsefni fyrst um sinn. Farið gat svo, að hún yrði okkar vör, t. d. heyrði til okkar, eða, ef golaði, fyndi lykt af okk- ur, og myndi hún þá aðvara refinn, kæm- ist hún út, án þess að við næðurn henni. Hér þýddu engar vangaveltur, annað hvort var að skjóta á hana þarna og treysta því, að haglavöndurinn næði niður á
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Andvari

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.