Andvari

Árgangur

Andvari - 01.08.1961, Blaðsíða 71

Andvari - 01.08.1961, Blaðsíða 71
ANDVARI AMERÍKUDVÖL GESTS PÁLSSONAR 165 blaðadeilur, og var baráttan ákaflega hat- röm og illvíg, blandin persónulegum aur- austri. Vafalaust hefur Gestur tekið sér þessar deilur nær en ella, þar sem aðal- mótstöðumaðurinn var gamall félagi hans frá Verðandiútgáfunni, Einar Hjörleifs- son. Munu þær hafa átt nokkurn þátt í að leiða til óreglu í lífi hans og störfum. Þá virðist og einhver ágreiningur hafa ríkt milli hans og annarra aðstandenda Heimskringlu. Þannig birtist greinin Lyga-merðirnir eftir Jón Ólafsson í blað- inu 5. ágúst 1891 með þeirri athuga- semd, að hún væri þar sett gegn vilja ritstjórans. Við óreglusemi, ógeðfelldar hlaðadeilur og einhvers konar ósamkomu- lag bættist það, að Gesti hefur ekki geðj- azt að bæjarbrag eða lífsviðhorfum Ameríkumanna. Um þetta kemst hann þannig að orði í bréfi til Sigurðar bróður síns 11. febr. 1891: „Ég er nú búinn að vera hér akkúrat í 7 mánuði. Winnipeg er fremur lítill bær, íbúar eitthvað 26—28 þúsundir og bærinn ekki eiginlega skemmtilegur, enda eru flestir þessir nýju bæir í Ameríku svo. Allt gengur út á að fá bæina sem fyrst stóra og auðuga, og það er fyrst, þegar það er fengið, sem farið er að hugsa um að gera sér lífið þægilegt og hæginda- fullt. Mér leiddist líka óskaplega mikið fvrst framan af veru minni hér. En nú eru mér farin að batna leiðindin töluvert, en þó vildi ég feginn vera kominn heim, ef ég gæti komizt eins vel út af því í peningalegu tilliti þar og hér . . . ég er ráðinn ritstjóri við Heimskringlu fyrir yfirstandandi ár, en hvort ég ílengist hér fleiri árin, er alveg óvíst um. Það (sic) verður tíminn og kringumstæðurnar að ráða fram úr."1) Winnipeg var um þessar mundir ungur 1) Bréf í vörzlu Böðvars E. Kvarans. bær og ómótaður og vafalaust með all- miklum hirðingjablæ. Þar hefur æðimjög skort á þá menningarlegu siðfágun, sem Gestur bar blóðborna virðingu fyrir og hann gat haft kynni af í Kaupmanna- höfn eða öðrum borgum Vestur-Evrópu. Allt dró þetta að einum ósi um það, að hann hefur ekki hugað á lengri dvöl í Winnipeg, og 19. ágúst 1891 birtist eftir- farandi frétt í Heimskringlu: „Gestur Pálsson, núverandi ritstjóri Heimskringlu, sendi stjórnarnefnd Hkr. 4. þ. m. beiðni urn lausn frá starfa sín- um frá 1. næstkomandi septembermán- uði, þar sem hann annars var ráðinn til nýjárs. Nefndin veitti þegar þessa beiðni ritstjórans." Segir Einar H. Kvaran, að hann hafi þá haft í hyggju að hverfa til Kaup- mannahafnar eða einhvers annars staðar á Norðurlöndum.1) Um þessi vistarslit segir í Heimskringlu 26. ágúst 1891: „. . .var skilnaður vor og hans ráðinn með vinsamlegu samkomulagi á báðar hliðar, og til merkis um það höfðum vér, auk þess að uppfylla alla samninga við hann, af sjálfshvötum og í virðingar skyni við hann afráðið að gefa honum fría ferð til Norðurálfunnar til þess staðar, sem hann kaus sér.“ En sú för varð aldrei farin. I upphafi veru sinnar í Winnipeg átti Gestur heima í Kate street 14 og hafði þar lierbergi á leigu hjá Sigurbirni Sigur- jónssyni, en húsið átti ensk ekkja, frú Nimmons.2) Síðan fluttist hann þaðan og átti þá heima í húsi við Ross street hjá Guðmundi Jónassyni frá Bíldhóli á Skógarströnd.3) Ingibjörg Ólafsdóttir, sem þekkti Gest vel um þcssar mundir 1) Gestur Pálsson: Ritsafn 1927, bls. 27. 2) Heimild: Flora Benson. 3) Heimild: Kristján Jónsson, sonur Guð- mundar, bóndi við Lundar, Manitoba.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Andvari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.