Andvari - 01.08.1961, Side 26
120
ÞÓRLEIFUR BJARNASON
ANDVARI
lijallanna og þeir voru mildir í gróðri og litfagrir. Hann vissi að á milli þeirra
voru víða mýrasund með startjörnum. Hjallamir f>yggðu lieiðina upp. Sólskinið
náði aðeins um neðstu brekkumar. Svo smádimmdi yfir þeirn og litur þeirra
varð með ýmsum blæbrigðum, þar til þokan huldi allt. Vegurinn var orðinn
greiðfær og bíllinn rann upp hallann með jöfnum dyn frá vél og hjólum.
— Guð hvað ég er þreytt, andvarpaði hún og færðist neðar í sætinu. —
Eg vildi ég gæti sofnað.
Hann leit snöggt við og brosti til hennar.
— Já, reyndu að sofna, góða.
— Það er víst ekki hægt. Þetta er svo agalegur vegur, sagði hún.
— Ekki hér, sagði liann og horfði fölur fram fyrir sig. — Hann er orð-
inn góður á við það, sem hann var. Þú liefðir átt að fara hann fyrst þegar ég
fór hér um.
Hann þagnaði skyndilega og renndi bílnum mjúklega inn í beygju. Hann
vissi að hún mundi ekki geta sofnað. Nú horfði hún aftur fram á veginn án
þess að taka eftir nokkm. Og nú vildi hann tala.
— Það eru falleg lithrigði í þessari heiði, sérðu mosann, þetta fagurgula
skraut innan um dökkgræna grasteigana. Ekkert er fegurra en litir í víðáttu-
mikilli heiði, sagði hann, án þess að hvarfla augum af veginum framundan.
— Elvenær hefur þú tekið eftir þeim'? spurði hún. — Eg sé ekkert við
þessa heiði. Það er oftast þoka á henni.
—■ Hún er svo nálægt himninum, og þokan geymir það óþekkta.
— Ætlarðu að fara að verða skáldlegur? sagði hún.
— Nei, en heiðin er mikill skáldskapur. Það er fáum gefið að lesa hann.
— Þykist þú geta það?
— Nei, ekki nógu vel, þess vegna. Hann þagnaði, beit á jaxlinn og reri
sér til í sætinu.
— Hvað varstu að segja? spurði hún og var aftur orðin syfjuleg.
— Heiðin er óendanleg. Hún nær fram á öræfi og út til sjávar. Hún er
eins og eilífðin, hefur engan endi og ekkert upphaf.
— Geturðu ekki talað um neitt annað. Blessaður farðu ekki að verða
rómantískur út af einni heiði. Veiztu hvar veizlan á að vera?
— Eg held á hótelinu.
— Þar sem við gistum?
— Ég býst við því.
— Þú veizt ekki neitt, bara heldur og hýst við. Gaztu ekki fengið að
vita hvernig þetta yrði áður en þú fórst?