Andvari

Ukioqatigiit

Andvari - 01.08.1961, Qupperneq 91

Andvari - 01.08.1961, Qupperneq 91
ANDVARI GRÁSKJÓNI á grund 185 hurfu í lautunum og svo krappþýfðir, aS naumlega gekk gildvaxin kýr milli þúfnanna. Dregur jörðin nafn af þessu svæði, þótt nú sé það mestallt orðið vél- tækt tún. En í Hnausunum hafði ég hross mín um nóttina, og þótt gott væri haglendið hafði sumt þeirra lagt til stroks, en var mislangt komið með morgni. Þarna lagði ég á Gráskjóna fyrstan hesta þann daginn og ætlaði að hafa hann til að hringla á honum um Hnaus- ana við að ýta saman því, sem mér kom við þar heima, en sonur bónda, maður, sem svo átti leið í sömu átt og ég, — fór eftir hóp, cr ég sá kominn suður og upp fyrir Bjarnastaði, sem þar er næsti bær undir austurhrekkum nokkru sunnar. Tókum við okkur báðir hross til reiSar af þeim, er næst voru og skildi maðurinn við mig, þegar ég var búinn að handfesta hest. En þar reyndist ekki gæðingur grip- inn. Þegar ég var kominn á bak henti hesturinn sér þúfu af þúfu og valdi sér undirstöðurnar eftir eigin smekk en ekki að mínum vilja og voru ályktanir hans um horf og háttu heldur í skrýtnara lagi sumar. En allt mátti það mín vegna vera sem það varð, því aftur hvarflaði hann til hrossanna eftir nokkur tök hvert sem hann byrjaði að strika, og allur fór hóp- urinn að þumlungast af stað. Mátti varla heita að ég bæri við að stjórna för Grá- skjóna, svo marga tók hann bógana á bæði borð án þess, að kalla mátti farið fyrir reksturinn. Norðan við hrossin fór ég á bak í upp- hafi, svo að suður fóru beint þau af þeim, sem höguðu sér eins og heilvita skepnur. Meira aS segja Gráskjóni fékk suðrið fyrir aðalstefnu út úr krókunum, því ekki vildi liann skilja til fulls við félaga sína. Þannig þokaðist fcrð okkar allra til móts við hópinn, sem farið hafði að Bjarnastöðum, og tókst mér að hanga við klárinn þrátt fvrir allar þessar lykkjur, sem hann lagSi á leið sína, enda hrekkj- aði hann ekki í þeim skilningi, sem það orð er tíðast haft. En illa kipptist stund- um til í mér maginn þegar hann fann það bezt henta að stökkva af meira en mittishárri þúfu niður í lautina til hliðar við hana, ekki hvað sízt ef hann valdi lautina svo þrönga að ég mátti til við- bótar óttast um býfurnar á mér. SuSur viS Árfarið — kvísl dálitla, sem skilur Hnausaland og Bjarnastaða — þurfti ég tvísýnulaust að ráða ferðinni, því út í það og vfir áttu hrossin aS fara, varð ég þar að taka til tauma, en þá var Gráskjóni orðinn svo vanur býfunum á jnér niður meS báðum síðum og búinn að fá svo margar bnippingar af mélum og stöngum aS liann greip enginn ótti né bræði, en fór að víkja eftir beiðni. Þar var líka orSið slétt undir, svo að hann þurfti ekkert aS velja á milli staða til að stíga á. Þarna voru með í ferð tamin hross og hlýðin í rekstri, tóku þau vel á vaðið og síðan upp á veginn og að hliði, sem þar er milli bæjanna. Voru þá lengst komnu hrossin enn suður og uppi í hlíð. Stakk ég því stafni þess gráskjótti að hlið- grindinni, stöðvaði hann þar, skreið af baki og beið. ÞaS var góS hvíldirsfund. Ég hafði læst svo löppunum að síðum folans, til þess að verða ekki eftic við sveiflur hans, að þarna var sérhver vöðvi minn kominn í baklás, mér fann;t ég hvorki geta setið, gengið eða legið og eiginlega ekkert geta gert nema haldiS áfram að klemma klofið utan um eitt- hvað kippótt, ringjótt og digurt. Ég hálf- hékk því upp við folann og muldraði ofan í makkann á honum lýsingar mínar á háttalagi hans á meðan ég klóraði hon- um undir faxi og kjáði við vanga og snoppu. En þreytan leið úr. Þegar maðurinn kom með hin hrossin, opnaði ég hliðið fyrir öllu dótinu, hlevpti
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100

x

Andvari

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.