Andvari

Árgangur

Andvari - 01.08.1961, Síða 48

Andvari - 01.08.1961, Síða 48
SIGURJÓN BJÖRNSSON; FREUD OG JUNG Tuttugasta öldin hefur reynzt öld hamfara í margvíslegum skilningi. Styrj- aldir hafa geisað og kallað sorg og dauða yfir milljónir manna. Þekking vor á efnis- heiminum hefur stóraukizt, svo að undr- um sætir. Möguleikar mannsins til efnis- legrar velmegunar hafa aldrei verið meiri en nú. En á hinn bóginn virðist aldrei hafa verið eins mikil hætta á tortímingu mannsins. Kvíði og vansæld sækir á heil- ar Jrjóðir, öryggisleysi og ótti. Hvað veldur því, að vegferð mann- kynsins er svo miklum erfiðleikum bund- in? Er það ef til vill það, að þrátt fvrir allar vísindalegar og tæknilegar fram- farir, hefur manninum láðst að reyna að virkja hin blindu öfl sinnar eigin sálar, og þess vegna geisa þau fram hemju- laus og tryllt og kalla yfir mannkvnið böl og dauða? Sé svo, er skiljanlegt, að áhugi manna á sálarfræði fari vaxandi. Ritstjóri Andvara óskar nú eftir rit- gerð um kenningar og æviferil svissneska sálfræðingsins og læknisins C. G. Jung, sem lézt fyrir fáum mánuðum í hárri elli. Ég ákvað að verða við Jressum til- mælum, þó ekki vegna þess, að mér væri sérlega annt um kenningar Jungs, heldur af þeirri ástæðu, að mér lék hugur á að gera grein fyrir samskiptum Freuds og Jungs og hvernig og af hvaða ástæð- um leiðir þeirra skildi. Um þessi efni hafa nú á síðustu árum komið fram ýmsar nýjar heimildir, sem telja verður alláreið- anlegar. íslenzkir lesendur munu fæstir hafa haft aðstæður til þess að kynna sér þessi mál náið. Geðfræðingar á síðari hluta 19. aldar áttu fátt vopna í baráttunni við andlegar meinsemdir manna. Því kynntist hinn ungi Vínar-læknir Sigmund Freud (f. 1856 d. 1939) af sárri raun, er hann laust fyrir 1890 hóf störf sem séríræðingur í tauga- og geðsjúkdómum. Ekki varð hon- um þó brugðið um menntunarskort. Nám sitt hafði hann stundað hjá hinum fær- ustu mönnum, þeim Brucke, Meinert og Charcot. Hann hafði stundað rannsóknir í taugafræði (neuro-anatomi) og þótti mjög fær í þeirri grein. Engu að síður tannst honum hann standa berskjaldaður, þegar lina átti þjáningar taugaveiklaðra og geðsjúkra. Segja má, að það hafi verið sambland tilviljunar og snilligáfu, sem varð þess valdandi, að hann datt niður á nýja að- ferð til skilnings og lækningar á sjúku sálarlífi. Tilviljunin var fólgin í því, að vinur Freuds og velgerðarmaður, lækn- irinn Breuer, hafði til meðferðar tauga- sjúkling, sem gæddur var þeim furðu- lega eiginleika að falla af sjálfsdáðum í dásvefn og geta í því ástandi rakið og gert grein fyrir atburðum þeim og at- vikum, sem sjúkdómnum olli. Breuer þurfti lítið annað að gera en hlusta á frá- sögn sjúklingsins, og svo óvenjulega vildi til, að stúlkunni batnaði til muna. Breuer sagði vini sínum Freud frá þessari sér- kennilegu sjúkdóms- og lækningasögu, og þeir tóku sér nú fyrir hendur að rann- saka nánar, hvort hér væri um tilviljun að ræða eða hvort hér væri fundin lækn- ingaaðferð, sem borið gæti árangur.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Andvari

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.