Andvari

Volume

Andvari - 01.08.1961, Page 63

Andvari - 01.08.1961, Page 63
SVEINN SKORRI HÖSKULDSSON: Ameríkudvöl Gests Pálssonar Á útmánuðum og um vorið 1890 birt- ust cftir Gest í Heimskringlu nokkur fréttabréf frá íslandi, og stungu þau all- mjög í stúf við annað efni blaðsins um þær mundir að því er rithátt varðaði. Is- lendingum í Ameríku mátti því vera Gest- ur kunnur, jafnvel þeim, sem þekktu lítið eða ekki til skáldskapar hans. Mun mönnum hafa verið nokkur forvitni að sjá hinn nýja Heimskringluritstjóra, cnda dró blaðið ekki úr, er það boðaði komu hans: „GESTLIR PÁLSSON, hinn víðfrægi ritsnillingur og skáld, er væntanlegur hingað til Winnipeg næstk. föstudag, 11. þ. m., til þess að gerast meðritstjóri Hkr."1) Virðist mönnum og hafa verið mjög í muna að sjá Gest og heyra. Jóhann Magnús Bjarnason orti til hans lofkvæði í tilefni af komunni, og birtist það í Heimskringlu 17. júlí 1890: Þei! — Þar kemur eimlestin yfir um Rauðar-á, beljandi, blásandi, brunandi, másandi; ferðhraða eimlestin, sem flytur vorn Gest. Og um þá, sem biðu hans, segir: starandi standa þeir, stillt og létt anda þeir, 1) Heimskringla 10. júlí 1890. því hér er ’ann kominn höfundur sögunnar, „Heimili kærleikans". Kvæðið sýnir, að sumum hefur verið töluvert niðri fyrir, þótt það væri síðar birt í Isafold 23. ágúst 1890 sem dæmi þess, hver nauðsyn hefði verið á orðin að fá nýjan ritstjóra að Heimskringlu til að bægja slíkum leirburði frá blaðinu. Gunnar M. Magnúss hefur skráð lýs- ingu Ólafs ísleifssonar frá Þjórsártúni á komu Gests til Winnipeg í grein, sem nefnist Síðasta æviár Gests Pálssonar: „Já, það var margt um manninn á brautarstöðinni, segir Ólafur ísleifsson, — en ekki voru allir staddir þarna til þess að taka á móti ættingjum og vinum; margir voru einungis komnir til að sjá Gest Pálsson, og meðal þeirra var ég. Gestur var umtalaður maður, mikið orð fór af gáfum hans, það lék svalviðri um persónu hans og nafn, -— og við Vestur- íslendingar fögnuðum honum hjartan- lega í okkar hóp. Landar höfðu með nokkrum óróa í blóðinu beðið hans lengi. Og mér fannst þá, eins og oft bæði fyrr og síðar, að Vestur-íslendingar væru hrif- næmari en aðrir landar mínir. Þeir urðu oft snortnir á svo heillandi hátt, að það er mér ógleymanlegt. Og þarna stóð Gestur Pálsson, níhilist- inn svokallaði, niðurrifsmaðurinn með uppreisnarandann, skáldið og valdsmað- urinn í heimi orðslistarinnar. Hann var

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.