Andvari

Volume

Andvari - 01.08.1961, Page 29

Andvari - 01.08.1961, Page 29
ANDVARI VEGURINN YFIR FIEIÐINA 123 gat sofið, áður en hún fór að taka sig út í veizlunni. Hann hló lágt með sjálfum sér, en langaði til þess að hlæja hátt og hemjulaust. Hér liöfðu tjöldin þeirra staðið forðum. Vegurinn var eggsléttur og bíll- inn rann eins og af sjálfu sér. Skyndilega hemlaði hann, svo að hjólbarðamir sungu við veginn. Það kom maður út úr þokunni og stóð á miðjum veginum. Þetta var Jóhannes, enginn annar, gat enginn annar verið. Hann stöðv- aði bílinn, slökkti á honum og smeygði sér þegjandi út. Kona hans hálfreis í sæti og kallaði með hræðslu í röddinni: - Er nú eitthvað að? — Nei, ég þarf að tala við mann, svaraði hann og skellti aftur hurðinni. Hún svipaðist um, en gat engan séð nema mann sinn, sem gekk aftur fyrir bílinn. — Vertu fljótur, kallaði hún. Þú manst að við erum að verða of sein. En hann heyrði víst ekki til hennar. Idann heilsaði gömlum manni, með mikla fjarlægð í tillitinu. — Þú þekkir mig, Jóhannes? sagði hann — hefur auðvitað ætlað að hitta mig. — Ég kannast við þig, en kem þér ekki fyrir mig. — Ég er hann. - Hver? — Sæmundur. — Sæmundur? Sæmundur? man ekki í svipinn . . . — Haraldsson. — Nú, já, Sæmundur Haraldsson. Já, þú varst víst einu sinni hjá mér hérna á heiðinni. En þeir eru nú svo margir, sem verið hafa þar eða átt þar leið um. — Hvernig vissir þú, Jóhannes, að ég var hér á ferð? — Vissi ég það? Það fara hana flestir fyrr eða seinna, kemst enginn hjá því að fara þessa heiði. Er kannski langt síðan þú áttir hér leið um, Sæmundur? — Fer hana sjaldan. Og það er langt síðan ég hef farið hana einn. — Einn segirðu. Erfiðustu ferðina fer maður alltaf einn. — Kann svo að vera. — Og þú kemur að sunnan, sagði gamli maðurinn. Það koma margir að sunnan, en fara flestir suður aftur. — Og þú hefur ætlað að lntta mig? — Éo átti erindi við heiðina. Varðstu var við nokkurn vinnuflokk hérna O suður frá? — Nei, það voru engir vegagerðarmenn þar núna.

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.