Andvari

Ukioqatigiit

Andvari - 01.08.1961, Qupperneq 58

Andvari - 01.08.1961, Qupperneq 58
152 INGÓLFUR PÁLMASON ANDVARI eins og húsráðandi orðaði það, hellti hann á glös og skálaði við gestinn. Og þó að síðarnefndur væri ævinlega hófsamur í þessurn efnum, fannst lionum nú hann hafa þörf fyrir hressingu og tók í fyrstu allósleitilega til drykkjarins. Þeir hlustuðu nú á sönginn frá tækinu, en sögðu fátt, nema þegar gesturinn spurði einhvers viðvíkjandi söngvaranum eða tónverkinu. Þannig höfðu þeir oft setið á kyrrlátum kvöldum og látið sönginn vætla inn í sál sína, og gesturinn óskaði þess nú eins, að þannig mætti kvöldið líða í kyrrð og sjálfsgleymsku. En allt í einu gall bjallan við. Húsráðandi rauk upp af stólnum og opnaði. Tvær unglegar, glaðværar kvenraddir heyrðust framan úr anddyrinu, og eftir andar- tak fylgdi trommarinn tveimur léttklæddum dömum inn í stofuna og kvnnti þær fvrir vini sínum. ,,Gasaleg jarðarfararmúsík er þetta lijá þér, elskan", sagði önnur og sneri máli sínu að húsráðanda. „Ferlega getið þið verið púkó að lilusta á sona“, sagði hin. Og nú var platan rifin af í miðju lagi og stillt á Keflavík með viðeigandi skrækjum og veini. Glymjandinn fyllti stofuna og hinar föngulegu meyjar tóku nokkur hrífandi dansspor á gólfinu. Gesturinn sat dolfallinn: Að hann skuli kunna við að hjóða svona gálum heim og eiga á morgun von á konunni og krökkunum, flaug um huga hans, en hann varpaði þessari óboðnu hugsun óðara frá sér og fannst hún á einhvern hátt óþægileg og vansæmandi. Trommarinn vildi, að þau færu að dansa og hóf sjálfur framkvæmdir, en gesturinn hafnaði slíkri hugmynd. Hann varð dauðfeginn, þegar vandinn leystist með því að bjallan gall við í annað sinn og nokkur glaðvær ungmenni í viðbót ruddust inn í stofuna. Hann reyndi að tala við þetta alúðlega fólk, en fann brátt, að sálar- líf þess hafði aðra bylgjulengd en hans sjálfs. Brátt var svo komið, að hon- um fannst óþolandi innan um þennan skrækjandi hávaðalýð. Hann stóð upp og bjóst til að hverfa svo lítið bæri á. Trommarinn kom fram í anddyrið. „Ertu vitlaus, maður", sagði hann. „Þú ætlar þó ekki að stökkva burt frá þessu yndislega kvenfólki, ha? Svona, svona. Enga smámunasemi, elsku vinur. Ekkert hressir meira upp á hjóna- bandið. Ég hef reynsluna, ég hef reynsluna, kunningi". Hann sló á öxl vinar síns og hló glaðklakkalega. En gestinum varð ekki þokað. Hann þakkaði fyrir gott boð og hollar ráðleggingar, sagðist ætla að viðra sig, áður en hann færi heim, og gekk síðan út í rautt kveldskinið. Þegar hann kom út í ferskt loftið, fann hann til áhrifa vínsins. Einhver ofdirfskufullur fögnuður streymdi um hann allan og hann ákvað að ganga niður í bæ til að horfa á lífið. Allar götur voru fullar af ungu glaðværu fólki, og bifreiðakösin seig áfram í strætunum eins og straumþung móða. Reykjavík
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100

x

Andvari

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.