Andvari

Árgangur

Andvari - 01.08.1961, Síða 24

Andvari - 01.08.1961, Síða 24
118 ÞÓRLEIFUR BJARNASON ANDVAKI — Það er nú ekki alltaf að treysta því. Þú manst hvemig það var fyrir austan í fyrra. — Þeir bjóða manni varla til þess að liggja úti, svaraði liann. — Við hefðum þurft að komast mikið fyrr af stað, sagði hún. — Það var ekki mín sök, svaraði hann. — Nei, ég veit þú kennir mér um það. En þú veizt hvað ég hafði að gera. Þú varst líka svo lengi óákveðinn, hvort þú færir fljúgandi, vildir það helzt. — Þú vildir að við færum í bílnum. — Já, til hvers er maður að eiga nýjan bíl, ef ekki á að nota hann — og það í svona túra um hásumarið. — Hitt hefði tekið styttri tíma. — Einhvern tíma verður þú nú að taka þér hvíld frá öllu þessu argi. Hann þagði við og sveigði hílinn inn á þrönga brú. — Veit ekki hvað það er mikil hvíld að aka bil langa og torfarna vegi, sagði liann, þegar hann var kominn út á miðja brúna. — Það er einkennilegt, sagði hún. — Hvað er einkennilegt? spurði hann eftir nokkra þögn. — Æ, ég hef svo oft talað um það. Ég ergi þig bara með því að vera að minnast á það ennþá einu sinni. Ég á við, að þú hefur aldrei viljað fara norður, alltaf austur, þegar við höfum farið eitthvað í bílnum. Það er eins og þú hatist við Norðurland. Hann virtist ekki heyra hvað hún sagði og ók þegjandi áfram góða stund. — Það er óvíða fallegra en sums staðar á Norðurlandi — kannski hvergi, sagði hann. En það er langt og tímafrekt að fara þangað og njóta þess. — Það er ekki lengra fyrir okkur en aðra, sem fara þetta í sumarfríi sínu. — Ég hef sagt þér, að það er ekkert frí fyrir mig að aka bíl dag eftir dag langar leiðir, þess vegna vil ég heldur fara styttra og njóta þess, sem ég sé. Hún var uppgefin að ræða um þetta, hafði svo oft áður minnzt á það, án þess að fá viðunanleg svör. — Hvenær átti þetta að byrja? spurði hún eftir nokkra þögn. — Llm sexleytið — það stendur á boðskortinu. — Og þú heldur að þú verðir kominn fyrir þann tíma? — Ef ekkert kemur fyrir. — En það getur alltaf eitthvað komið fyrir. Við hefðum haft nægan tíma, ef þetta hefði ekki dottið í bílinn. Það tafði okkur allt að tveim tímum. — Benzínstífla getur alltaf komið, þótt bíllinn sé nýr. En nú er hann alveg laus við liana. Þetta er áreiðanlega í lagi. Við komum nógu snemma.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Andvari

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.