Andvari

Árgangur

Andvari - 01.08.1961, Blaðsíða 53

Andvari - 01.08.1961, Blaðsíða 53
ANDVARI FREUD OG JUNG 147 Affektlebens. Wir werden ergánzen: auch den Wilden, den primitiven Menschen, wie er sich uns im Lichte der Alter- tumswissenschaft und der Völkerfor- schung zeigt" (Uber einen autobiograp- hisch bescriebenen Fall von Paranoia, 1911, G. W. bd. VIII, bls. 319—320). Eftir því sem tímar liðu, dvínaði áhugi Freuds á þessum efnum, enda varð þess ekki dulizt, að hér var um algerlega óstað- festa tilgátu að ræða. Viðfangsefni þetta féll og utan marka hinnar eiginlegu sál- könnunar og skipti því litlu máli. Jung hafði frá fornu fari verið mjög hneigður fyrir mannfræði og menningar- sögu og var vel að sér í þeim fræðum. Þessar skoðanir Freuds vöktu því strax áhuga hans. Flann tók þær nú til nánari meðferðar og felldi þær saman við hina nýju libidó-kenningu sína. Það var líka einkar hagkvæmt, því að um leið og hann hafði afneitað kynlífsþróunar- kenningu Freuds, hafði hann rænt hina freudsku dulvitund megninu af innihaldi sinu. I stað hennar setti hann nú e. k. fýlógenetísk-menningarsögulega undirvit- und, sem hann nefndi kollektíva undir- vitund. Hún var nokkurs konar sálrænn erfðasjóður einstaklingsins, geymdi reynslu og menningu forfeðranna. Jung tókst á hendur umfangsmiklar rannsóknir á þessum sviðum. Hann lagði fyrir sig löng ferðalög til frumstæðra kyn- stofna, dvaldist þar langtímum saman og kynnti sér menningu þeirra. Um þetta hefur hann skrifað mikið. Enginn vafi er á, að hann hefur lagt drjúgan skerf til menningarsögunnar og varpað skýr- ara ljósi á margt, sem áður var hulið. x- Þetta er þá í stuttu máli nokkur sögu- leg skýring á því, hvernig leiðir skildi með þeim Freud og Jung og um leið greinargerð fyrir kjarnanum í kenningu Jungs. Má vera, að sumum finnist sem litlu varði að rekja hálfrar aldar gamla þrætu og skoðanamun tveggja vísindamanna langt úti í heimi. Svo er þó ekki. Ég er þeirrar trúar, að farsæld mannsins sé undir því komin, hversu ótrauður hann kannar hin duldu öfl sálarlífsins og hversu vel honum tekst að ná þeim á vald sitt. Saga sálkönnrmarinnar, sú innri og ytri mótstaða, sem beinzt hefur gegn henni, sýnir okkur glöggt hversu örðugt við eigum með að horfast í augu við það, sem í okkur býr. Allt starf og æviferill Freuds er áþreifanlegt dæmi um óbilandi kjark og sannleiksást, sem mörgum gæti verið til uppörvunar. Jung, þrátt fyrir framlag hans til menningarinnar, ber mannlegum veikleika vitni. Kenning hans er kenning undanhaldsins, kenning hinnar veiku málamiðlunar, sem því mið- ur fellur allt of oft í góðan jarðveg. NOKKUR HEIMILDARRIT: Encyclopedia Britannica: C. G. )ung. S. Freud: Gesammelte Werke I—XVII, Imago publishing Co., Ltd., London. E. Glover: Freud or )ung. Meridian Books, New York, 1956. ). )acobi: La Psychologie de C. G. )ung, Delachaux & Niestlé, París 1950. E. )ones: The Life and Work of Sigm. Freud, bd. I—III, London, The Hogarth Press, 1954—’57. R. Munroe: Schools of Psychoanalytic Thought, The Dryden Press, New York, 1955.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Andvari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.