Andvari

Árgangur

Andvari - 01.08.1961, Blaðsíða 79

Andvari - 01.08.1961, Blaðsíða 79
ANDVARI FUNDUR NORÐUR-AMERÍKU Á FIMMTÁNDU ÖLD 173 María“, flaggskip Kólumbusar, var að vísu um 100 lestir með 52 manna áhöfn, en Nina var 40 lestir með 18 manna áhöfn og Pinta 50 lestir, einnig með 18 manna áhöfn. „Mathewe", skipið, sem Cabot sigldi á fyrstu ferð sína yfir Atlants- haf, var af svipaðri stærð með 18 til 20 manna áhöfn. Annars verða ekki dregnar aðrar álykt- anir af fyrrgreindum frásögnum um leit þeirra Johns Jays og Thomasar Crofts að eyjunni Brazil en þær, að um 1480 eru Bristolmenn farnir að leita landa á haf- inu vestur af Irlaudi. Hins vegar segir þar ekkert um það, hvenær þær landa- leitarferðir hófust og af hvaða hvötum þær voru sprottnar. Á það má benda, að Portúgallar og Danir gerðu út leiðangur til landaleitar vestur yfir Atlantshaf um 1476, en menn eru ekki á einu máli um það, hvort hann hefur komizt lengra en til Grænlands; aðrir telja þó sæmilega öruggt, að hann hafi náð til Nýfundna- lands eða Labrador. Heimildir okkar um 15. öld eru mjög fáskrúðugar; það er einungis hending, sem hefur ráðið því, að einstöku bókfellssnifsi hafa varðveitzt með letri frá þeirri öld. Af um 200 tolla- skýrslum, sem hafa verið gerðar á 15. öld í Bristol, hafa 19 einar varðveitzt, sumar í brotum, og þær greina frá siglingum til borgarinnar í 15 ár. Þetta eru helztu heimildirnar um siglingasögu Bristolborg- ar, en þær eru glataðar frá 85 árum ald- arinna. Þannig hefur eyðingin leikið heimildir okkar um þá atburði, sem við erum að reyna að glöggva okkur á. Um allar siglingar Bristolmanna til íslands er til ein íslenzk heimild, varðveitt í Þýzka- landi, og þeirra atburða er getið í einu þýzku bréfi. Frammi fyrir þessum stað- reyndum verðum við að viðurkenna van- þekkingu okkar á þessu örlagaskeiði í sögu Vesturlanda. Eyjan Brazil, Borgirnar sjö, St. Brandan og Skreiðarlandið eru þjóðsögueyjar, sem taldar voru í Atlantshafi, og sjást eyjar með þessum nöfnum á landabréfum 15. aldar, og jafnvel á 16. öld, eftir að Ame- ríka fannst og landfræðiþekking manna hafði stórum aukizt. Eyjan Brazil sést fyrst á siglingakorti ítölsku frá 1325, og er hún venjulega merkt í hafinu vestur af Ir- landi. Sumir telja, að hér kemii áhrifa frá landaþekkingu íslendinga. Hins vegar er óvíst, hvort nafnið sé indverskt að uppruna eða keltneskt og þá dregið af breas-i, sem mun merkja eyjan stóra, og víst er um það, að eyjan, sem Cabot taldi sig hafa fundið, var býsna stór. Um 1480 eru Bristolmenn famir að stunda landaleitir sjálfstætt, þá sigla þeir til Azoreyja og Madeira, sem Portúgallar fundu snemma á 15. öld, en þar með er ekki sagt, að þeir hafi ekki verið famir að leita landa nokkru áður. Árið 1498 segir spænski sendifulltrúinn við ensku hirðina í bréfi til Ferdinands konungs, að síðast liðin sjö ár hafi menn í Bristol gert út árlega tvö til fjögur skip til þess að leita að eyjunni Brazil. Nú er það öld- ungis óhugsandi, að kaupmenn í Bristol hafi gert árum saman út mörg skip ár- angurslaust í landaleitir. Okkur er ör- lítið kunnugt um þá erfiðleika, sem John Cabot átti við að stríða, þegar hann var að reyna að gera út eitt lítið skip til landaleita. Af bréfi spænska sendifull- trúans er helzt hægt að ráða það, að Bristolmenn hafi verið farnir að stunda allreglulegar siglingar vestur yfir Atlants- haf á síðasta áratug 15. aldar. john Cabot jinnur Norður-Ameríku. Giovanni Cabato eða John Cabot, eins og hann er venjulega nefndur, er talinn fæddur í Genúa um 1450, en ólst að mestu upp í Feneyjum og varð borgari þar 1476. Hann fór ungur í siglingar, komst m. a. austur til Mecca, sem þá var
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Andvari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.