Andvari

Árgangur

Andvari - 01.08.1961, Blaðsíða 41

Andvari - 01.08.1961, Blaðsíða 41
ANDVARI ERNEST HEMINGWAY 135 legri átökum frá manni, sem samið hafði „DauSa að áliðnum degi“. Ef dæma má eftir þeim útdrætti, sem kominn er á prent, var „Válynt sumar“ samið og skrifað í þeim káta, rausandi og stund- um kjaftfora blaðamennskustíl, sem Elemingway tamdi sér á fjórða áratugi aldarinnar, er hann skrifaði fjölda greina í tímaritið Esquire, en þessar greinar hafa ekki enn verið gefnar út í heild. Það er þó nokkur ástæða til að vona, að þegar bókin er öll muni hún líta betur út en sýnishorn þau, sem þegar hafa birzt, bcnda til. í „Grænum hæðum Afríku", svo að dæmi sé nefnt, tókst Hemir jway að meitla álíka óþjált efni, og er n.mnis- stæð kúdúveiðin eftir öll vonbrigðin og óhöppin, er hann elti önnur og grimm- ari dýr á veiðum á Serengettissléttunni. Annað og sýnilega miklu merkilegra opns posthumus er minningabók hans um París á þriðja áratugi aldarinnar. Þeir fáu sem hafa séð hana eru á einu máli um, að þessar svipmyndir af löndum hans erlendis séu mjög fullkomnar — þær eru raunar gerðar af slíkri list, að skyggja mun á hinar ótöldu bókmenntalegu sjálfs- ævisögur sem þegar hafa komið út og oftar en ekki hafa fjallað um Heming- way sjálfan og skipað honum þar mik- inn sess. Enda þótt fullbúið handrit sé þegar komið í hendur útgefanda, þá lýsir það Hemingway vel, að hann þvertók fvrir að hafa lagt síðustu hönd á verkið fyrr en hann hefði farið yfir það aftur, hverja línu og oft hvert orð. Það er ástæða til að ætla, að honum hafi unn- izt tóm til að krota í handritið hér og þar í tveimur löngum sjúkralegum í spítala Heilagrar Maríu í Rochester, Minnesota. í seinustu orðsendingu Hem- ingways til mín, símskeyti frá Ketchum, Idaho, bað hann mig um að strika út sögu um Ezra Pound og rússneska rit- höfunda úr ritgerð, sem ég var að semja, vegna þess að sagan mundi bráðlega koma í bók sinni um Vinstri bakka Parísar. Vel má vera, að þessi bók sé væntanleg fyrir 1962, þótt ekkja hans hafi að sjálf- sögðu úrslitavald um það mál. Nokkur dul hvílir enn yfir þriðja bind- inu (eða bindunum), sem Hemingway lét eftir sig. 1 vor eru liðin tíu ár síðan hann sagði þeim, er þetta skrifar, frá langri skáldsögu, er fjallaði um þríþætt efni: „Land, Sjó og Loft“. Hálft í gamni bað hann mig þá afsökunar á að gerast svo djarfur að takast slíkt verk á hendur, og kvaðst hafa verið að reyna bókina með því að lesa upp kafla úr henni fyrir Maríu konu sinni. Ef hárin risu á höfði hennar þegar hann las fyrir hana sér- staka kafla þótti honum sem vel hefði tekizt. Enda þótt hann hafi haft nærri sjúklega ást á að fara með lcynd um bækur þær, sem hann var að vinna að hverju sinni, gat hann þess, að hann hefði lokið við bókina í fullbúnu formi og væri að flestu leyti búinn að stytta hana og fága og vélritað handritið væri nú varðveitt í hólfum Þjóðbankans í Havana. Hann sagði að smásaga, er nefndist „Gamli maðurinn og hafið“ yrði hafin upp úr sjómennskukafla annarrar bókar, sem bæri nafnið „Tilurð sjávar“. En tveimur árum síðar varð málið enn flóknara. Þegar hann talaði við blaða- menn í tilefni af veitingu bókmenntaverð- launa Nóbels, drap hann enn einu sinni á hina löngu skáldsögu sína. En í þetta skipti gaf hann í skyn, að ekki væri um eina bók að ræða, heldur þrjár. En hvað sem þessu öllu líður, þá er víst, að ekkert af þessu skáldsöguefni hefur borizt í hendur útgefendum nema sagan um Santíagó. Það má því ef til vill vænta þess, að sumt af því bezta sem ritað hefur verið í lausu máli á 20. öld bíði þess að losna úr bankahólfunum á Kúbu Castrós.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Andvari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.