Andvari

Árgangur

Andvari - 01.08.1961, Síða 81

Andvari - 01.08.1961, Síða 81
ANDVARI l'LINDUR NORÐLIR-AMERÍ Kll Á RIMMTÁNDU ÖLD 175 ur. Þorfinni karlsefni reyndist örðugt landnámið í Vínlandi hinu góða, og Evrópumönnum þótti ekki fýsilegt lengi vel að setjast að í myrkviðum Kanada og Bandaríkjanna. Cabot hafði helgað Eng- landskonungi þessi lönd, en sú landhelg- un var ekki mikils virði, því að Englands- konungar létu sig þau litlu skipta langar stundir. Þessum staðreyndum megurn við ekki gleyma, þegar við bollaleggjum um það, hvort menn hafi kunnað einhver deili á landafundum fslendinga fyrir 1490. Kól- umbus og Cabot valda aldahvörfum í sögu Vesturlanda. Þeir gerðu það í raun og veru ekki með því að sigla til Ameríku eða „finna“ þá heimsálfu, því að menn kunnu áður skil á löndum handan Atlantshafs. Það, sem tímamótunum olli, var sú hugmynd þeirra að sigla vestur yfir hafið til Austurlanda. Landkönnuð- irnir voru ekki að leita að Marklandi og Vínlandi hinu góða, heldur að Japan og Kína; þegar þeir fundu ekki þær auðs- uppsprettur, máttu þeir eiga sig og deyja drottni sínum. Af þessum staðreyndum leiðir, að furstar álfunnar gátu vitað áratugum og jafnvel öldum saman um lönd handan úthafsins án þess að láta sig þau nokkru skipta eða gera út leið- angra til þess að helga sér þau, væri það ekki fyrir fram vitað, að þau færðu þeim þegar í stað beinar tekjur. Þegar Cabot kom Iieim til Englands eftir leiðangurinn 1497, fræddu enskir fé- lagar hans konung á því, að sjórinn undan nýfundnu löndunum væri morandi í fiski, það sé bókstaflega hægt að ausa honum upp með fötum; héðan í frá þyrftu þeir ekki að sækja á íslandsmið. Þessi stað- hæfing þeirra er hárrétt; fiskimiðin við Nýfundnaland voru svo auðug, að þau hefðu fullnægt þörfum Englendinga, en við hljótum að efast um það, að Cabot og félagar hans hafi legið lengi yfir því að rannsaka þessi mið. Þeir voru á hálf- gerðri hraðferð til þess að mæla hnatt- stöðu og helga Englandskonungi lönd og finna ákveðna siglingaleið, en alls ekki við neinar fiskirannsóknir. Þessar stað- reyndir og nokkrar aðrar hafa orðið til þess, að höfundar að sögum Nýfundna- lands hafa á síðustu áratugum haldið því fram, að Stóru miðin (The Grand Banks) hafi verið allvel kunn í Englandi og jafn- vel í Portúgal þó nokkru áður en Cabot fór Itina frægu för sína. Menn frá Bristol höfðu áður fundið TSI orður-Amertku. Fyrir sex árum kom í dagsljósið suður á Spáni fréttabréf, sem enskur kaupmað- ur í Bristol John Day að nafni ritar stóraðmírálnum af Kastilíu. Bréf þetta er samið á haustdögum 1497 og fjallar um för Cabots og landafundi. Þar segir hann m. a.: „Það er haft fyrir satt, að í gamla daga hafi menn frá Bristol fyrst rekizt á og fundið höfðann á téðu landi, og voru það þeir sem fundu Brazil, eins og yðar náð er þegar kunnugt. Landið var kallað Brazileyja, og er álitið og því trúað, að það sé meginlandið, sem Bristolmenn fundu.“ Með öðrum orðum er það vitað suður á Spáni um 1497, að Bristolmenn fundu lönd handan Atlantshafs „í gamla daga“. Þessir gömlu dagar hljóta að hafa verið á fyrri helmingi 15. aldar. Okkur skortir einungis frásagnir af því, er víð- förull kaupmaður og skipherra frá Bristol situr í stofu á Helgafelli eða Viðey, eftir að hafa fermt skip sitt skreið úr skemm- um klaustursins. Abótinn veitir gesti sín- um vel, en hann segir kirkjuhöfðingjan- um tíðindi sunnan frá Blálandi og frá Hinriki konungi sæfróða og áður ókunn- urn eyjum, sem Portúgallar höfðu fundið í Atlantshafi. En ábótinn lumar einnig á margs konar fróðleik og kann að skemmta gesti sínum; e. t. v. þekkir hann persónu-
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Andvari

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.