Andvari

Árgangur

Andvari - 01.08.1961, Síða 68

Andvari - 01.08.1961, Síða 68
162 SVEINN SKORRL HOSlvULDSSON ANDVARI fundi, sem Eiríkur man eftir. Kökuskurð- ur för fram „til að liafa inn peninga". Hver sneið var seld fyrir 5 eða 10 cent og etin af kaupendum þar á staðnum. Hundur nokkur var þar á fundi (sem ekki var þó alsiða), náttúrlega bláfátækur og peningalaus. Þar var og gömul kona, sem ckki keypti neina sneið. Gestur veitti þessu athygli og kaupir sneið handa kon- unni og aðra handa hundinum. Komst þetta ekki orðalaust af. Konan „fornem- aðist“, af því hundinum var gert jafn- hátt undir höfði og henni."1) Víðar mun Gestur hafa verið skemmt- unarmaður en á fundum góðtemplara. Segir frá því í Heimskringlu 20. nóvem- ber 1890, að þeir hafi allir lesið upp á samkomu, er íslenzka kvenfélagið í Winnipeg hélt til ágóða fyrir spítala, hann, Einar Hjörleifsson og Jón Ólafs- son. Og oftar kom hann fram á skemmt- unum þar. Fyrirlestur þann um íslenzkan nútíma- skáldskap, sem Gestur flutti í Reykjavík, hélt hann aftur í Winnipeg. Segir af því í Heimskringlu 6. nóv. 1890: „Fyrirlestur um nýja skáldskapinn á íslandi hélt hr. Gestur Pálsson 3. þ. m. á Albert Hall. Aheyrendur voru fáir, um 100 manns." Þennan fyrirlestur flutti Gestur víðar. Segir í Heimskringlu 18. desember, að hann hafi farið suður í Dakota til að halda þar fyrirlestur. Virðist mikil hrifn- ing hafa gripið um sig þar syðra, og segir af för Gests í Lögbergi 24. des. 1890: „Mountainbúar gáfu hr. G. P. silfur- búinn staf og Gardarbúar gullhring í viðurkenningarskyni fyrir skemmtunina." Af þessu tilefni orti Stephan G. Steph- ansson Gestrisni: Hann Skáld-Gestur „vantrúarvilltur", sem verk heldur betri en trú, að sunnan kom silfraður, gylltur af sæmdum frá lútherskum múg. Og stórmikill vegur hans varð þar — og væn fékk hann gersemin slík sem gullhamra-bauginn frá Gardar og grásilfur-stafinn úr Vík. Að þessu fyrirlestrahaldi er vikið í fréttabréfi frá Dakota í Heimskringlu 28. jan. 1891: „Það var eins og að menn vöknuðu af einhverjum dvala, þegar það fréttist, að herra Gests Pálssonar væri von hingað suður og að hann ætlaði að flytja fyrirlest- ur á Mountain, Garðar og Hallson. Það er hvort tveggja, að það er sjaldgæft, að oss Dakota-lslendingum veitist sá heiður, að skáld þjóðarinnar heimsæki oss, enda var það auðséð, að í þetta sinn var um eitthvað nýtt að gera. Aldrei þess vant, heyrðust svo raddir úr öllum áttum, að þá langaði til að fara á skemmtisamkomuna á Mountain 19. des. Alla langaði til að sjá og heyra Gest; en kringumstæðnanna vegna urðu margir að sitja heima. Þó var samkoman óvanalega fjölmenn á Moun- tain, og aldrei fyrr munu menn hafa verið jafn-almennt ánægðir með nokkra skemmtisamkomu, sem haldin hefur verið liér. A Garðar hélt herra Gestur fyrir- lestur 17. s. m., og á Hallson þann 18. Og báðar þær samkomur munu einnig hafa verið fjölmennar." Um þessa för segir Guttormur J. Gutt- ormsson: „Vinur minn í N.-Dakota, sem mundi eftir komu hans þangað í fyrirlestraerind um, sagði mér, að hann hefði drukkið mjólk blandaða brennivíni, áður hann hóf fyrirlesturinn, og flutt hann af mestu snilld."1) 1) Bréf til mín frá Guttormi J. Guttormssyni. 1) Bréf til mín frá Guttormi J. Guttormssyni.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Andvari

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.