Andvari

Árgangur

Andvari - 01.08.1961, Blaðsíða 97

Andvari - 01.08.1961, Blaðsíða 97
ANDVARI GRÁSKJÓNI Á GRUND 191 stökkhestur, svo hvass að mér auðnaðist ekki að snúa Gráskjóna á hann og þá enn síður undan, því þar var girðingin samsíða götu, enda var stutt stund til umsvifa, þar sem spölurinn var skammur. Renndi Gráskjóni blindur af æði á streng- inn norðan við bæinn og sleit hann með bóg þegar að kom. Er mér með öllu óljóst hvað hann gerði þá en fleira mun hann unnið hafa en eitt, því fullkominn varð þar aðskilnaður okkar og fauk ég langt í burtu og kom illa niður. Var mér óhægur úlnliður lengi síðan. Aftur var tilráðið, hestum náð og hlaupið á bak, en ekki taldi ég mig á friðstóli sitja þennan klukkutíma, sem hún tók mig ferðin þaðan niður að Grund og hefði allt orðið eftir því sem ég talaði við sjálfan mig og hestinn á þeirri leið, þá hefði farið illa fyrir einhverjum þeirra, sem Gráskjóna höfðu notað á þeim miss- erum, sem á milli lágu funda okkar. Finnanlega skildi hesturinn allt það, seni við hann var gert, aðeins sýndi þann vana að hafa það að litlu en heimta sitt. Auk heldur töltinu neitaði hann. Varð ég feginn þegar við skildum þá og hefði ég því illa trúað tveim til þrern misserum fyrr, að þar myndi nokkru sinni koma. Fám dögum síðar reið Magnús eig- andi hans honum einhesta og í einreið svona fjögurra km spöl og mátti kalla að skipti um hestinn á þeirri ferð. Hann greip þá flugtölt svo mikið og fjaðrandi að þangað varð til jafnað, en naumast lengra. Taumferð og skilningur fóru þar eftir og svo útlit sem ákoma. Hami var að vísu áleitinn og fjörgrimmur sem áður, hélt því til dauðadags og átti alla daga til tvenns konar brokk og ntjög mis- gott, en þurfti eftir þann dag þess gangs sjaldnar og eftir þá breytingu mun Magnús hafa verið þess fullviss að ekki þyrfti hann að óttast samanburð við reið- hestaeign annarra bænda, sannaðist það á fótaburði og framsækni á góðum veg- um í solli og samreið og var viðurkennt að þar var allt í hástigi, sem hest mátti prýða nema vekurðin, hana skorti alveg. Þó sannaðist bezt hverju bóndinn á Grund reið, þegar hann haust eftir haust kominn úr göngum á Bleiksmýrardal byrjaði réttardaginn með því að hring- ríða tunguna á milli Bakkaár og Fnjósk- ár til að smala afréttarsafninu að rétt til sundurdráttar. Þar er vegur með óvenju óþægilegur hestum, stórþýfi kafið í hrísi svo lítt sést til fótfestu, en engan vissi ég þann, er séð hafði vasklegar lokið liest- verki en hjá Gráskjóna þar, var þó ekki með lítinn að leika, þar sem Magnús Aðalsteinsson var, því liðug 110 kg hafði hann innan í fötum og var ekki klæddur né skæddur til skjálfta í slíkum ferðum, mun auk þess stundum hafa haft auka- þunga í tösku og vösum að morgni rétta- dags. Ætla ég, þótt telja vilji Eyfirðingar sig vandlega yfirlætislausa, að Magnús hafi fundið nokkurn mun sín og ann- arra fjáreigenda þar um slóðir í slíkri raun. Sjálfum er mér eftirminnilegast af því, sem ég sá til Gráskjóna, að við Magnús urðum samferða í stóðsókn vest- ur svokallaðan Bugsveg milli Blöndudals og Vatnsdals framanverðra. Hrökk þar taska af klakki á reiðhesti Magnúsar öðruin, rosknum hesti en all- góðum og fældist hann við og tryllti önn- ur hross okkar. Ærðist hópurinn og rauk beint af aug- um sunnan réttrar leiðar yfir ása og flár af Ulfkelshöfða svonefndum vestur undir Vatnsdalsbrúnir skammt frá Sunnuhlíð. Adagnús reið Gráskjóna þegar þetta bar til og vorum við saman einum kílómetra á eftir reknu hrossunum þegar leikurinn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Andvari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.