Andvari

Árgangur

Andvari - 01.08.1961, Blaðsíða 72

Andvari - 01.08.1961, Blaðsíða 72
166 SVEINN SKORRI HÖSKULDSSON ANDVARI og kom oft til hans, sagði mér, að ákaf- lega hefði verið fátæklegt um að litast hjá honum. Átti hann ekki annað muna en einn legubekk og stól, en hún vissi ekki, hvort hann átti sjálfur eða leigði skrifborð, sem hann hafði. Nokkuð kvað að drykkju Gests þetta síðasta ár, sagði Ingibjörg. Var hann orðinn veill á taug- um og átti erfitt um að vera einn, ef hann hafði áður verið við skál. Kvaðst hún þá oft hafa setið hjá honum og rætt við hann. Guttormur J. Guttormsson segir einnig: „Maður nokkur, sem enn er á lífi og var til heimilis með Gesti um langt skeið, sagði mér, að hann hefði oft verið undir áhrifum víns, en aldrei alúðlegri, betri og skemmtilegri en þá, mjög sjaldan of drukkinn. Einnig það, að allsgáður hefði Gestur verið mjög fáskiptinn og þurr á manninn og ekld alveg laus við stolt."1) Kemur það heim við frásögn Ingi- bjargar Ólafsdóttur, að Gestur hafi verið harðla formfastur, kallaði hana t. d. aldrei annað en Miss Ólson og þekkti hana þó vel. Virtist Ingibjörgu hann ákaflega við- kvæmur í lund og jafnframt stórlátur. Minnir það á sjálfslýsing hans: Ég er hjartasár valur, er flöktandi fer. Mjög hefur Gestur verið einstæður 1) Bréf til mín frá Guttormi J. Guttormssyni. orðinn síðustu daga ævi sinnar. Tólf dög- um fyrir dauða hans héldu stúkumenn fund og ræddu með sér, hverjir úr þeirra hópi skyldu ábyrgjast greiðslu á hálfum öðrum dal, er þeir höfðu sektað hann um fyrir bindindisbrot. Um svipað leyti var honum af verkamannafélaginu falið ásamt tveimur öðrum mönnum að svara deilugrein á formann þess, Jón Júlíus. Þá grein entist honum ekki aldur til að skrifa, en sama daginn og hann dó birt- ist svargreinin í Heimskringlu og nafn hans prentað undir. Hafði höfundurinn tekið það að honum fornspurðum. Það var 19. ágúst. Þann dag lézt Gestur í General Hospital í Winnipeg. Hafði hann legið þar í fimm daga, og var bana- mein hans lungnabólga. 1 dánarvottorði eru dvalarstaður hans, Iijúskaparstétt og foreldrar talin ókunn. Svo umkomulaust stóð þetta íslenzka skáld á banadægri sínu vestur í miðri Ameríku. Jarðarför Gests fór fram 23. ágúst, og fluttu þá ræður prestarnir Friðrik Bergmann og Jón Bjarnason. Hann var grafinn í Brookside- garðinum í R-hluta hans, leiði nr. 107. Það er í útjaðri Winnipeg að norðvestan og þeim hluta garðsins, þar sem fátækt fólk hvílir. Óvíða standa þar bautasteinar, og trjágróður er lítill, en á næsta leiði rís grannvaxinn runni yfir ókunnum bein- um amerísks smælingja. Hann skýlir gröf skáldsins, þegar stormur fer yfir slétt- una miklu. Grein þessi er kafli úr óprentaðri bók um Gest. Hér er því ekki fjallað um jafnveigamikinn þátt og blaðamennsku hans vestra, þar eð sérstakur kafli er helgaður henni svo sem til er vitnað.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Andvari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.