Andvari

Árgangur

Andvari - 01.08.1961, Blaðsíða 56

Andvari - 01.08.1961, Blaðsíða 56
150 INGÓLFUR PÁLMASON ANDVARI glaða og hamingjusama, ef til vill vegna bókarinnar, sem honum var skyndilega orðin forvitni á að sjá og handleika. Þetta bar allt saman einhvern keim ævin- týranna. En nú renndi vagninn að stöÖinni, vélin hnerraði kurteislega, dyrnar opnuðust og farþegamir tíndust inn. Hann rétti henni höndina og hún tók kveÖjunni, svolítið fjarlæg í fasi og tilgerðarleg, fannst honum — ólíkt því, að hún væri að kveðja vin til margra ára eða þangað til hendingin veldi þeim næsta mót á refilstigum örlaganna. Idann settist við gluggann og horfði á eftir henni. Var hjarta mannsins þá alltaf jafn ungæðislegt og duttlungafullt? Hann gat ekki skilgreint tilfinningar sínar, en hugur hans var gagntekinn undarlegri fegurð. Hann anzaði kon- unni annars hugar, þegar hún yrti á hann og spurði hversdagslegra frétta, og gat ekkert um hvern hann hafði hitt, þótt hann hefði grun um, að þær væru málkunnugar; og honum fipaðist í vinnunni og skrifaði „mótavír" fyrir gaddavír og „hraðsement" fyrir venjulegt Portlands sement og fleira eftir því. Eittlivert hugboð sagði honum, að í orðum hennar og framkomu fælist dulin ósk um stefnumót, og þetta ákall úr ríki hins villta skógarguðs greip hann sterkari tökum en hann sjálfur fékk skilið. 1 þúsundasta skipti rifjaðist upp fyrir lionum mót þeirra á kjallaraganginum forðum og óboðin rödd spurði úr leynum hugans: hvers vegna kysstir þú hana ekki þá? Þessi vanrækslusynd, beiskust synda, leitaði á hug hans og krafðist friðþægingar, þótt ekki væri nema þeirrar, að fá að játa brot sitt á dulmáli elskandi sálna. En hvers vegna virti hún hann yfirleitt viðlits? Hvílík hamingja að eiga eftir allt ofurlítið rúm i hjarta hennar. — Vitleysa. Hann fann að draumóramir voru teknir að hlaupa með Iiann í gönur og að lokum varð hann sjálfum sér svo reiður fyrir þessa veilu, að hann hringdi í kunningja sinn og kvaðst mundu koma í kvöld til að hlusta á nýju plöturnar, sem hann hafði sagt lionum frá í gær. Þeir mundu þá hlusta á „hinar nýju raddir' og taka skák eins og þeirra var vandi. Vinur hans lét drýgindalega. Nú yrði maður að nota tímann vel, ha? Þetta væri síð- asta kvöldið, sem hann væri grasekkjumaður. „Þú verður endilega að koma“, sagði hann og lét eins og eitthvað stæði til. Honum varð hughægra eftir þessa tilraun út úr sálarháskanum, og virtist nú hafa fundið sitt góða og gamla jafnaðargeð. En þá skaut upp í huga hans nýrri hugsun: Bókin. Llndarlegt. Var þetta í raun og veru svona merkileg bók? Hann varð allt í einu steinhissa á sjálfum sér að hafa aldrei reynt að kynna sér hvað í henni stóð, ekki sízt þar sem sveimhygli sú, er greip hann fyrir átta árum, hafði knúið hann til að leita fegurðar bæði í heimi tónanna og annars staðar. Hann mundi meira að segja ekki lengur hvað bókin hét. Idvað hafði hún annars sagt i dag? „Hamsun er dásamlegur og Pan er það hezta cftir hann.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Andvari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.