Andvari - 01.10.1963, Page 9
ANDVARl
VILHJÁLMUR STHFÁNSSON NORÐURFARI
127
prentuð í The American Anthro'pologist. Annars haíði Vilhjálmur nú miklu
meiri áhuga á rannsóknum í Afríku heldur en í nokkrum öðrurn löndum og var
næstum kominn í hrezkan leiðangur þangað.
IV
Þá komu honum boð lrá leiðangri þeirra Ejnars Mikkelsen og E. de K.
Leflingwell, scm sendi hann í fyrstu norðurlör sína, en þeir höfðu lcsið grein
hans um Grænland. Förin var gerð 1906—7. Skipið átti að fara frá Victoria,
B. C. vcstur um Alaska austur til Elerschcl-eyjar við mynni Mackenzie fljóts-
ins, en Vilhjálmur skildi til að hann fengi að fara þetta landveg með járnbrautum
og fljótabátum og komst í áfangastað 9. ágúst 1906. Aftur komst skipið aldrei í
áfangastað, heldur fcstist í ís við Flaxmansey vestur með landi. Þangað fór
Vilhjálmur í apríl 1907 að hitta þá. Flafði farangri vcrið bjargað úr því, en þrír
aðalmennirnir, Lellingwell, Ejnar Mikkelsen og Storker Storkerson, liöfðu lagt
í rannsóknarför norður á ísa. Töldu margir þá af, en þá kornu þeir í leitirnar,
þó ckki fyrr en fregnin um dauða þeirra var á lcið til hins menntaða heims, og
kveið Mikkelsen því að móður sinni gamalli bærust fréttirnar. Við Elerscheley
um sumarið hitti Vilhjálmur Roald Amundsen á Gjöa, hann var að sigla
Norðvesturleiðina fyrstur rnanna í vesturveg. Eitt hvalveiðaskip, er komið hafði
austan Irá Viktoríuey, sagði þau tíðindi, að þar byggju Eskimóar hörundsljósari
en aðrir, notuðu kopar í áhöld og töluðu mállýzku nokkuð frábrugðna máli
Eskimóanna við Mackenzicfljót, þar sem Vilhjálmur dvaklist. I Ielði hann gjarna
ferðazt austur til þeirra, en þess var enginn kostur þá. Elafði hann þá meðferðis
einn utanyfirfatnað þunnan, 200 skothylki og byssu, vasabók og myndavél og
fáar plötur. Buðu landar hans honum með sér að vera, en hann tók þann óvenju-
lega en skynsamlega kost að dvelja heldur á heimilum Eskimóa sjálfra til þess
að læra allt, sem af þeim varð numið um siðu þeirra, veiðimennsku, mataræði,
híbýli, klæðnað, trú og hjátrú þeirra, þjóðsögur og sagnir, að ógleymdu hinu
afar erfiða máli þeirra. Ef Vilhjálnmr hefði alizt upp á íslandi þá hcfði soðinn
fiskur Eskimóa runnið ljúflega niður, en Vilhjálmur hafði hina megnustu
óbeit á honum, síðan móðir hans hafði gefið honum fiskdúsu vegna mjólkur-
leysis. Nú varð hann að lifa af liski og það saltlausum. A sama hátt varð hann
að venja sig á að éta soðið selakjöt og hreindýrakjöt, jalnvel bjarndýrakjöt og
hvali. Það kom í ljós, að Eskimóar héldu mest upp á hausana af hvaða dýrum
sem var, eins og íslendingar — en Ameríkanar fleygja hausunum. Á þessu fæði
lifði Vilhjálmur eingöngu og varð gott af, þrátt fyrir kenningar náttúrulækn-
ingamanna, að maður nelni ekki guðspekinga, sem fordæma kjötát og hafa
litla von um meistaratign, meðan þeir eta fisk. Ef einhver trassaði þetta rnatar-