Andvari - 01.10.1963, Side 23
ANDVAIU
í SMIÐJU STEINGRÍMS
141
Þar kom ég til að kanna prýði nýja,
Því kringlótt tjörn með skógarbrekku lá,
Þar bjarktré græn og heiðishvolf án skýja
Á höfði spegluð stóðu’ í kristals gljá.
Ó, blessuð sjón, und björk með tengdum höndum
Sat blómleg mey í sakleysinu frjáls,
Með gulan stráhatt skreyttan bláum böndum,
I björUtm hjiip með nakin brjóst og ltáls.
I kvæðunum, sem áðan voru nefnd, Sveitasælu og Systkinunum á berjamó,
eru myndir upphafserindanna tærar og án orðalenginga:
Bændabýlin þekku
Bjóða vina til
Hátt und hlíðarbrekku
blvít með stofu þil.
#
Sitjum f jalls á breiðri bnin,
Báðum okkur skemmti lengi
Yfir velli, vötn og engi
Horfa á slegin heimatún.
Við oss fögur byggðaból
Blasa hýrt á kyrru fróni,
Fram er svifin nú að nóni
Hvíldardagsins heiða sól.
Og með einfaldri upptalningu heppnast skáldinu að skapa ógleymanlega
mynd af sumardegi í íslenzkri sveit, fólki að störlum, búsmalanum, staðhátt-
um, mynd gædda hreylingu og rödd:
Fram með fjarðar-síðum
Firðar róa’ á mið,
Fjármenn hóa' i hlíðum,
Hljómar bergmál við.
Ut um dal með degi
Dratta kýr á beit,
Hnarreit hross á teigi
Idalda leika’ um sveit.