Andvari - 01.10.1963, Page 24
142
HANNES PÉTURSSON
ANDVAIÍI
Myndir þriðja og fjórða erindis í Systkinunum á berjamó eru sains konar;
og þar er snilldarlegt, hversu athyglinni er á víxl beint að því, sem er fjarlægt
og nálægt, og því sem her við loft eða er lágt við jörðu.
Ljóð Steingríms eru til sönnunar urn þroskað myndskyn hans og athugult
auga, en þar koma l’yrir fáar, miklar skáldsýnir; hann er góður athugandi, lýsir
oft vel þvi, sem liann tekur til meðferðar, cn umskapar sjaldan hið séða, og líkist
í því Jónasi fremur en Bjarna. Stöku sinnum á hann þó slíkt til. Þannig kallar
hann liið snæviþakta fjall (í Morgni) altari guðs, sem „árdags blysin" brenna á
líkt og kerti, en himinn, haf og jörð mynda hina voldugu kirkju. Illiðstæð
skynjun býr að baki þessum ljóðlínum í Frjálst er í fjallasal, sem ort er einhvern
tíma á árunum 1872—7:
l látt yfir hamra kór
Himinninn blár og stór
Lyftist með Ijóshvolfið skæra.
í Kirkju vorsins, kvæði frá efri árum skáldsins, er þessi sýn víkkuð og gerð
að undirstöðu alls ljóðsins.
Eitt heildareinkenni á ljóðagerð Steingríms erlendis er vert að henda á: hina
tvenns konar hirtu, sem ríkir þar, annars vegar hið suðræna, rómantíska skin,
liins vesar heiðbirta dagsins og heimalandsins. Kvæðin mætti flokka með hlið-
sjón af þessum mun, svo augljós sem hann er. Þegar í æskuverkunum gerir liann
vart við sig. Eftir heimkomu skáldsins breytist þetta, kvæði af síðar nefnda tæinu
sækja jafnt og þétt á og verða að lokum einráð í skáldskap hans.
x- x *
Steingrímur Thorsteinsson var meistari formsins að dómi 19. aldar rnanna,
vandvirkni hans og fegurðartilfinningu var við brugðið.
Dómur þessi hefur mátt þola veraldarvolk líkt og fleira, sem sagt hefur
verið um skáldskap og listir, hann hefur verið tekinn til endurskoðunar, og var
það sjálfsagður hlutur. En hafi mat 19. aldar manna á fonnhagleik skáldsins verið
of jákvætt, þá er sú niðurstaða, sem nú er búið við í því efni, röng á hinn veginn.
Ég hygg, að Benedikt Gröndal hafi hitt á mundangshófið: en hann hefur
oftar en einu sinni hælt rómantískum þýðleik Iijá Steingrími og hrósað því, hve
vel formaðar og sléttar heildir rnörg kvæði hans væru, og „sum af kvæðum
Steingríms eru hreinar perlur,“ hefur Gröndal sagt.“ (Þorsteinn Erlingsson:
Dálítið um Ben. Gröndal). Sjálfur gekk Þorsteinn Erlingsson feti framar í rit-
dómi sínum um 2. útgáfu ljóðmæla Steingríms (Eimreiðin 1895): en fram-
setningin er engu síður merkileg, einkum hvað vandlega eru heflaðir af hugs-