Andvari - 01.10.1963, Síða 28
146
HANNES PÉTURSSON
ANDVARI
Það er sem yfir ákurlöndin hljóðu
Það hendi mér; — nú fuglar höfðu m halla,
En aftanklukkur angurhlíðar gjalla
Ur vesturátt þar vaka skýin rjóðu.
Langt fyrir danska skógarhálsa handan
Hefjast sér önd mín fjöll á ströndum ísa,
Þar harn ég lék á hakka sjávar heima.
Nú rennur tár, er rúm ei fjötrar andann.
Hve þrái eg þig í höndum dimmra dísa,
Mtn ættjörð kærl sem aldrei má ég gleyma.
Kvæðinu breytir skáldið á þennan veg:
Nú skógar-heltin hlána í aftanmóðu
Og her uyrp hátt sem Jangar raðir fjalla;
Hvað vilja þau í hug mér endurktdla,
Kvöldsólar geislum kysst í veðri góðu?
Eg horfi á velli, vötn og þorpin hljóðu,
En værð mig flýr, er hvíldin laðar alla,
Og aftanklukkur angurhlíðar gjalla
LJr vesturgeim, þar glóa skýin rjóðu.
Nú skyggir fold, er röðull rann við skóga;
Hve rökkurfuglinn hlítt í lundi gelurl
Hve tindrar Venus glatt með geislum munar!
Þeir yndistöfrar eigi samt mér fróa,
Því andi minn á hnúkaláði dvelur,
Þar þungur foss í þröngu gili dunar.
Fróðlegt er að sjá, hverju skáldið kemur til leiðar með endurbótum sinurn.
Augljóst cr, að kvæðið hefur breytzt til mikilla muna, bæði að efnisskipun og
orðfæri. Tíminn í fyrri sonnettunni er kyrrstæður, ljóðið allt er tjáning þeirra
hugsýna og tilfinninga, sem vakna í skáldinu, þegar hann kemur auga á, að skógar-
beltin eru hjúpuð blárri kvöldmóðu og þau ber svo hátt — vegna hillinganna —
að þau rninna hann á fjallgarðana heima á íslandi; tími ljóðsins er eitt andartak.
í kvæðinu fullortu er því allt annan veg farið: stundirnar líða, skáldið sér skógar-