Andvari - 01.10.1963, Síða 33
ANDVARI
í SMIÐJU STEINGRÍMS
151
Og hann Jióttisl koma að Jpverhröltu fjalli skriðuhlau'pnu fram við haf.
Grængolandi hyldýpi var fyrir neðan. En tindur fjallsins var rauður sem í
gull sæi. Upp að honum þótti honum fjöldi manna æða, en flestum skriðn-
aði fótur, þeir sem stóðu, hrintu þeim sem féllu, og þeir sem féllu, drógu
hina með sér ofan t hið skelfilega djúp. Fáir náðu upp á tindinn. En í þessu
þótti honum kolsvartur mökkur gjósa upp úr fjallinu, og upp lir eldgígnum
valt rauðglóandi flóð ofan hlíðina með fleygiferð, og í eldstraumnum reri
svartur jötunn á járnnökkva. Jörðin gekk í hylgjum af landskjálfta, þrumur
drundu, hafið æstist og grenjaði og raidi í stormi við himin, en stjörnurnar
stóðu- eins og hlóðdropar, þegar rafaði til; himinninn roðnaði, jörðin hitnaði
undir fótum hans.
Þau fáu dæmi, sem tekin hafa verið hér að framan um vinnubrögð Stein-
gríms, áttu að sýna þrennt: hvemig hann betrumbætir prentuð kvæði, hvernig
hann enduryrkir eitt ljóða sinna, og að síðustu, hvernig hugmyndir og hugdettur
hafa þróazt stig af stigi. Alls staðar birtist þroskaður smekkur lians og virðing
fyrir list orðsins. Steingrímur var þeirrar trúar — og sýndi liana í verki —
að góð Ijóð væm yfirleitt ávöxtur strangrar vinnu; hann kveðst halda, svo notuð
séu hans eigin orð í bréfi til Rudolfs Schmidts, 12. ágúst 1881, „at det ypperste,
som er fremhragt pá poesiens omráde i regelen altid har været frugten af ihærdigt
arhejde, uden hvilket det hfijeste aldrig nás."