Andvari

Årgang

Andvari - 01.10.1963, Side 44

Andvari - 01.10.1963, Side 44
162 BJÖRN K. ÞÓRÓLFSSON ANDVAI’.I tilstilli fékk Jón Snæfellsnessýslu og Stapaumboð með sérlega góðum kjörum. Hann hefur líklega verið meiri heims- borgari en almennt gerðist um sýslumenn hér á landi, en unni eigi að síður þjóð- legum skáldskap. Sjálfur var hann skáld- mæltur og orti cdduborið. Hann bjó á Ingjaldshóli, en var ókvæntur alla ævi. Þegar Jón varð sýslumaður í Snæfells- nessýslu var Arni Böðvarsson fyrir mörg- um árum fluttur þaðan suður að Okrum. En brátt tókst með þeim mikil vinátta og gerðist Árni skáld sýslumanns. Fyrir hann kvað Arni alla rímnaflokka, sem hann orti eftir að kynni þeirra hófust, og er það allur þorri rímna, sem til eru eftir Arna. Elztar rímna, sem hann orti fyrir Jón sýslumann, eru Þorsteins rímur uxafótar 10 að tölu ortar 1755, árinu eftir að Jón kom í Snæfellsnessýslu, og má ráða af mansöngum, að þær séu ortar á síðustu mánuðum þess árs. Sagan, sem rímurnar eru eftir kveðnar, gerist að nokkuru leyti á austfjörðum, og þaðan er söguhetjan upp runnin. Má vera, að átthagaást hafi valdið því, að sýslumaður lét skáld sitt yrkja þessar rímur fyrstar. Þorsteins rímur uxafótar voru prcnt- aðar í Kaupmannahöfn 1771, fyrstar ver- aldlegra rímna birtar á prenti að höfundi lifanda. Enda höfðu veraldlegar rímur ekki verið prentaðar fyrr nema Gríms rímur og Hjálmars í bók Björners Nor- diska kcimpadater 1737. Næst eftir Þorsteinsrímur kvað Árni Völsungarímur. Þær eru ekki kveðnar eftir Völsunga sögu einni, heldur einnig eftir Ragnars sögu loðbrókar. Það cr ekki venjulegt að rímnaskáld steypi svona saman tveimur sögum, en hér er tengi- liður, Áslaug dóttir Sigurðar Fáfnisbana og drottning Ragnars loðbrókar. Henni á Árni það að þakka, að hann getur rakið ættir sínar og Jóns sýslumanns Árnasonar til Völsunga, enda mun Ás- laug sköpuð af íslendingum til þess að þeir rnættu kallazt afkomendur Sigurðar Fáfnisbana. Árna þykir vænt um hana og lofar fegurð hennar meir en sagan gefur efni til. Þetta er lengsti rímna- flokkur hans, 36 rímur, og einn hinna lengstu, sem ortir hafa verið. Lcngri rímnaflokkar rnunu ekki fylla tug. Árni lauk Völsungarímum 1758, en af man- söngum þeirra má sjá, að þær eru að minnsta kosti tvcggja ára vcrk. I mansöngum ræðir Árni oft um skáld skap sinn og minnist sérstaklega þcss, hver geðfró sér sé að yrkja. Mansöngur tólftu rímu hefst á þessum erindum: Listug þegar Ijóða norn lætur glæsta Sigtýrs horn koma hér að mundurn mín, minnið gleðst og hyggjan fín. Væri þá, hvað ekki er, angurs mein í hrjósti mér, gleðinnar lilja gcði í grær og blómgvast út af því. Fyrsta erindi mansöngs nítjándu rímu: Stikluþáttur gjöri geð glaðvært þennan tíma, hragarháttur list fær léð, lifi eg sáttur nær sem kveð. 34. ríma er kveðin undir bragarhætti, sem Árni fann og nefndi þrístiklu: Skjaldan tömum hátta hömum hlýt eg sömu búast, mín þrístikla Ijóða lykla lætur ei rnikla snúast. Árið 1759, árinu eftir að Árni lauk Völsungarímum, orti hann rímur af Hallfreði vandræðaskáldi. Þær eru 12. Ráða má af mansöngum, að þær séu ortar á vetrarmánuðum framan að jólum. Árni segist vera vanur að ljúka rímum sín- um fyrir jól:
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124

x

Andvari

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.