Andvari - 01.10.1963, Síða 47
ANDVARI
ÁRNI BÖÐVARSSON SKÁLD
165
Árni hafi kveðið eftir bók prentaÖri er-
lendis.
Kappar rímannanna eru kristnir, boða
trú og njóta guðs fulltingis til stórræða.
Mansöngvar eru líka mjög andlegs efnis,
kristilegar áminningar um guðsótta og
að gjalda varúð við freistingum djöfuls-
ins.
Árni dáir Ólaf Tryggvason bæði í þess-
um og fleiri rímum sínum, en telur eigi
að síður Hákon Hlaðajarl góðan mann.
I mansöng síðustu rímu telur Árni
rímur þær, sem bann bafði ort fyrir Jón
sýslumann, og segir síðan:
Samt cr Grana geirfugl minn
gegnum hjarta skotinn,
hjálparvana hér til finn
heilsu og blóma þrotinn.
Árni kvartar mjög um elli og sjúk-
leika, kveðst vera á sextugasta ári og
„ekki frí af sárum.“
Rímur þær, sem hér um ræðir, voru
prentaðar í Hrappsey 1777.
Vittalínsrímur eru 12. Þær eru ortar
1774 um vetrartíma.
í mansöngum þeirra áminnir Árni um
guðsótta, enda kveður hann um kristna
kappa, sem berjast við heiðingja. Hann
segir, að reiði drottins sé upp cgnd yfir
Island, enda taki dauðinn fénað. Með
þessu mun átt við fjárkláðann.
Þegar Árni orti þessar rímur var hann
mæddur inaður, segist vera snauður orð-
inn, sem hann uggði eigi, en sárast kvart-
ar hann um sjúkleika. Ilann játar, að
veröldin hafi leikið ver við marga en sig,
telur þó, að hún hafi verið sér brigðul
og kveðst hafa fengiÖ ógeð á glysi hennar.
Nú veita Ijóð hans honurn enga liugar-
fró:
Þó so marga flokka frí
flutt hafi lands um stræti,
hef eg öngva hér af því
hugar fró né kæti.
Rímur af Agnari konungi Hróarssyni
eru 16, ortar 1776. Þorri er kominn, þeg-
ar tólfta rírna er kveðin, og rímunum er
lokið í byrjun aprílmánaðar.
I fyrirsögn eiginhandarrits nefnir Árni
þessar rímur „Agnars konungs ævi Hró-
ars sonar“ I samræmi við þetta er fyrir-
sögn hverrar rímu þannig orðuð, að man-
söngur er nefndur pwlogus (formáli) og
sjálf ríman kapítuli.
I mansöng þrettándu rímu telur Árni
rímur þær, sem hann vildi kannast við á
efri árum, og greinir tölu rímna í hverjum
flokki. Þar eru taldar allar rímur, sem
lýst er hér að framan, nema Hugaríma og
Grobbiansríma. Hann telur 16 rímna-
flokka og rímu af Þorsteini skelk, „sem
eðlið kætti", eins og Árni kemst að orÖi.
Af þessum 16 rímnaflokkum eru 13 ort-
ir fyrir Jón sýslumann. Þegar taldar eru
rímur þær, sem Árni átti ókveðnar af
Agnarsævi, verða þetta 224 rímur og 226
þegar við bætast Hugaríma og Grobbians-
ríma, sem hann telur ekki fram. Auk
rímna nefnir Árni í mansöng þeim, sem
nú var getiÖ, sjö kvæði, sem hann orti
út af I lálfs sögu og Hálfsrekka, og nefnir
hann þau flokka.
Þegar Árni hóf að yrkja Agnarsrímur,
hugðist hann hafa endurheimt heilsu
sína, svo sem frarn kemur í mansöng
fyrstu rímu:
Herjaföðurs hella á ker
I lvítbergs lög í ranni
ckki veitir erfitt mér,
endurnýjuðum manni.
í mansöng tó.lftu rímu segist Árni vera
„ummyndaður af læknirs hendi“. Þó seg-
ist hann í mansöng sjöundu rímu ekki
munu yrkja út af fleiri sögum, og sjúk-
ur er hann þegar hann lýkur Agnarsrím-
um. Við niðurlag þeirra skrifar hann:
„Jeg lauk við sóttsjúkur að rita Agnars
ævi þann 3. Aprilis Anno 1776‘,‘