Andvari

Ukioqatigiit

Andvari - 01.10.1963, Qupperneq 59

Andvari - 01.10.1963, Qupperneq 59
ANDVARI ÁRNI BÖÐVARSSON SKÁLD 177 grein skáldskapar hans mest að vöxtum næst rímum. Kvæðið Skjöldur er stefjadrápa uin Krist undir hrynhendum hætti, 205 er- indi að lengd auk þriggja stefja, sem eru fjögur vísuorð livert, og er þeim 12 sinn- um skotið inn milli erinda. Skipt er um stcf, þegar breyting verður á efni. Hryn- hendur háttur er að miklu leyti rétt kveð- inn, en út af því ber á stundum. Aðal fyrirmynd kvæðisins er Lilja í hinum lútherska búningi, sem hún fékk í Vísna- bók Guðbrands biskups, en cinnig berg- mála Passíusálmar og Vídalíns postilla. Enn fremur er efni sótt beint í guð- spjöllin, og á eftir sögunni um hvíta- sunnuundrið fer yfirlit um sögu kristn- innar til siðaskipta. Skjöldur er til í tveim- ur eiginhandarritum skáldsins, og prent- aður var hann í I lrappsey 1783 aftan við ljóðmæli Jóns Þorlákssonar. Ekki hefur annað guðsorð eftir Árna komizt á prent. Hann orti sálma út af frægri guðs- orðabók, sem fyrst kom á prent í íslcnzkri þýðingu 1607 undir titlinum Ilugvekjur heilagra feðra, og undir sama titli var hún prentuð aftur 1655, en í þriðja sinn lét Þórður biskup Þorláksson prenta hana 1686, gaf henni nýjan titil og nefndi hana Paradísarlykil. Eftir þeirri útgáfu yrkir Árni. Sálmarnir eru 112 að tölu, og gætir mjög áhrifa frá Passíusálmunum. Árni getur þess í mansöng níundu rímu af Ás- mundi víkingi, að hann hafi ort þessa sálma fyrir Jón sýslumann Árnason. Þeir eru nú aðeins til í einu handriti, og er það eiginhandarrit skáldsins á tveimur kverum, Thott 209—10, 8vo í konung- lega bókasafninu í Kaupmannahöfn. Ljóst er af orðum Árna í mansöng þeirn, sem nú var getið, að þetta er ekki handrit það, sem Jón sýslumaður hefur fengið. Árni kveðst hafa ort við sálmana for- mála, sem auðsjáanlega hefur verið lof- kvæði um sýslumann, en ekkert slíkt kvæði er í kverum þeim, sem nú var getið, og hefur aldrei í þeim verið. Þau geyma frumrit sálmanna með nokkurum breytingum skáldsins frá því, sem upp- haflega var ort. Það kverið, sem í er fyrri hluti sálmanna, er að nokkuru leyti skrifað á stimplaðan pappír með ártalinu 1763, og geta þeir því ekki eldri verið en frá því óri. I fins vegar hlýtur þeim að vera lokið 1767, þegar Ásmundarrímur eru nálega allar kveðnar. Frá sjónarmiði nútímamanna er and- legur skáldskapur Árna Böðvarssonar heldur andlítill. Þó mun kvæðið Skjöldur hafa notið vinsælda. Enda er guðsorð Árna ekki lakara en margt annað af því tagi, sem þjóð vorri var boðið á átjándu öld, þó að beztu sálmaskáld þeirrar aldar séu honum miklu fremri. Beztu heimildum ber saman um það, að dánarár Árna sé 1776. Svo segir Hálf- dan Einarsson og einnig síra Guðlaugur Sveinsson í Vatnsfirði í annál sínum. En Árni mun hafa andazt seint á árinu. Áuð- séð er, að stiftamtmaður telur þau Ing- veldi bæði á lífi 18. september þess árs, þegar hann mælir með umsókn þeirra um staðfestingu á gagnkvæmri erfðaskrá. Gísli Konráðsson virðist helzt ætla að Árni hafi andazt litlu fyrir nýjár 1777. Árni bjó á Okrum til æviloka. Það er því ekki rétt, sem sagt hefur verið, að hann hafi dáið á heimili Jóns sýslu- manns Árnasonar sein próventumaður sýslumanns. Satt er það, að Árni gaf sýslumanni tvisvar próventu sína, en þær próventugjafir voru ógildar orðnar þegar Árni dó. Öll mega fjármálaviðskipti þeirra vina einkennileg heita, enda þurfti rnála- stapp til að greiða úr þeirri flækju að báðum látnum, og sumt er óljóst enn. Fyrri próventugjöf Árna til sýslumanns var gerð með samningi 6. ágúst 1762. Hann er nú ekki til, en af bréfi Thodals stiftamtmanns til Magnúsar sýslumanns 12
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124

x

Andvari

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.