Andvari - 01.10.1963, Síða 63
VAGN B0RGE:
Leikrit Guðmundar Kamban
Fyrsta grein.
I
„Einu sinni voru tvær tröllkonur, þær
voru systur og höfðu heillað til sín kóngs-
son. Þær létu hann sofa undir gullofinni
ábreiðu og sváfu sjálfar undir silfurofinni.
Þegar hann hafði loksins heitið annarri
þeirra eiginorði, fékk hann að vita hvað
þær hefðust að úti í skóginum á daginn.
Þær veiddu dýr og fugla, en þess á milli
settust þær undir eik eina og hentu á
milli sín fjöreggi sínu. Það mátti ckki
brotna, þá voru þær báðar dauðar. Næsta
dag fer kóngsson út í skóg og sér hvar
systurnar sitja undir eikinni. Onnur hcld-
ur á gulleggi og snarar því að hinni. Þá
skýtur kóngsson spjóti sínu. Það kemur í
eggið á flugi og brýtur það, en tröllkon-
urnar detta niður örendar.“ . . .
Þannig mælir Guðmundur Kamban
fyrir munn Rannveigar í fyrsta leikriti
sínu Höddu Pöddu 1914. Þessar línur eru
úr ævintýri, sem er tákn fyrir atburðarás-
ina í frumsmíð hans, er Georg Brandes
hrósaði þegar það kom fram, sjá Til-
skueren 1914. En spjótið, sem hæfir eggið
og brýtur það, fékk aðra og dýpri merk-
ingu í lífi lians. Það varð hið hvassydda
spjót lítt hrifinna gagnrýnenda. Þar eð
leikritun Kambans var fjöregg hans er
skiljanlegt, hversu mjög andstaðan fékk
á Iiann, sem með réttu óskaði sér að vcra
höfundur síleikinna verka og um leið
cftirsóttur og sístarfandi leikstjóri.
Vissulega hefði Kamban unnið bug á
eftirtektarleysi og kulda gagnrýnendanna
ef lúð beitta spjót grimmdar og misskiln-
ings hefði ekki bundið enda á auðugt líf
hans, ekki aðeins með því, að hæfa fjör-
egg hans, heldur líka hann sjálfan og
hrifsa hann á grimmilegan og óskiljan-
legan hátt af þeim frægðarvegi, sem hann
sjálfur hafði rutt með skáldskap sínum,
og ekki var nema spölur eftir til heims-
frægðar.
Með sagnabálkinum Skálholt vann
hann sér frægð í Svíþjóð, Noregi, Eng-
landi, Þýzkalandi, Tékkóslóvakíu og
Ameríku. Verkið hefur verið þýtt á ekki
færri en níu tungumál. Vítt sé ég land og
fagurt hefur verið gefið út á ensku, þýzku
og tékknesku, og fyrir nokkru kom það út
í Bandaríkjunum. Erlendir ritdómarar
voru allir sammála um, að hér væri á ferð
mikill rithöfundur. Gorki lét tvisvar í
blaðaviðtali þau orð falla, að eftir að hafa
lesið Ragnar Finnsson áliti hann, að
Kamban ætti samstöðu með Ilamsun. Af
enskum gagnrýnendum er honum skipað
á bekk með Thomas Hardy, og þýzkir
gagnrýnendur líkja honum við snillinginn
Kleist. En Kamban naut ekki alls þessa
Iiróss, er honum hlotnaðist sem skáld-
sagnahiifundi. Hann leit sjálfur svo á, að
leikhúsið væri hans svið. ,,Þar á ég hcima,
bæði sem leikstjóri og höfundur", sagði
hann. Hann reit skáldsögur af því að
leikhúsin voru honum lokuð. Með Vér
morðingjar, sem var frumsýnt á Dagmar-
leikhúsinu 1920, vann hann afdráttar-
laust sinn stóra sigur, og hrifningin greip