Andvari

Árgangur

Andvari - 01.10.1963, Síða 63

Andvari - 01.10.1963, Síða 63
VAGN B0RGE: Leikrit Guðmundar Kamban Fyrsta grein. I „Einu sinni voru tvær tröllkonur, þær voru systur og höfðu heillað til sín kóngs- son. Þær létu hann sofa undir gullofinni ábreiðu og sváfu sjálfar undir silfurofinni. Þegar hann hafði loksins heitið annarri þeirra eiginorði, fékk hann að vita hvað þær hefðust að úti í skóginum á daginn. Þær veiddu dýr og fugla, en þess á milli settust þær undir eik eina og hentu á milli sín fjöreggi sínu. Það mátti ckki brotna, þá voru þær báðar dauðar. Næsta dag fer kóngsson út í skóg og sér hvar systurnar sitja undir eikinni. Onnur hcld- ur á gulleggi og snarar því að hinni. Þá skýtur kóngsson spjóti sínu. Það kemur í eggið á flugi og brýtur það, en tröllkon- urnar detta niður örendar.“ . . . Þannig mælir Guðmundur Kamban fyrir munn Rannveigar í fyrsta leikriti sínu Höddu Pöddu 1914. Þessar línur eru úr ævintýri, sem er tákn fyrir atburðarás- ina í frumsmíð hans, er Georg Brandes hrósaði þegar það kom fram, sjá Til- skueren 1914. En spjótið, sem hæfir eggið og brýtur það, fékk aðra og dýpri merk- ingu í lífi lians. Það varð hið hvassydda spjót lítt hrifinna gagnrýnenda. Þar eð leikritun Kambans var fjöregg hans er skiljanlegt, hversu mjög andstaðan fékk á Iiann, sem með réttu óskaði sér að vcra höfundur síleikinna verka og um leið cftirsóttur og sístarfandi leikstjóri. Vissulega hefði Kamban unnið bug á eftirtektarleysi og kulda gagnrýnendanna ef lúð beitta spjót grimmdar og misskiln- ings hefði ekki bundið enda á auðugt líf hans, ekki aðeins með því, að hæfa fjör- egg hans, heldur líka hann sjálfan og hrifsa hann á grimmilegan og óskiljan- legan hátt af þeim frægðarvegi, sem hann sjálfur hafði rutt með skáldskap sínum, og ekki var nema spölur eftir til heims- frægðar. Með sagnabálkinum Skálholt vann hann sér frægð í Svíþjóð, Noregi, Eng- landi, Þýzkalandi, Tékkóslóvakíu og Ameríku. Verkið hefur verið þýtt á ekki færri en níu tungumál. Vítt sé ég land og fagurt hefur verið gefið út á ensku, þýzku og tékknesku, og fyrir nokkru kom það út í Bandaríkjunum. Erlendir ritdómarar voru allir sammála um, að hér væri á ferð mikill rithöfundur. Gorki lét tvisvar í blaðaviðtali þau orð falla, að eftir að hafa lesið Ragnar Finnsson áliti hann, að Kamban ætti samstöðu með Ilamsun. Af enskum gagnrýnendum er honum skipað á bekk með Thomas Hardy, og þýzkir gagnrýnendur líkja honum við snillinginn Kleist. En Kamban naut ekki alls þessa Iiróss, er honum hlotnaðist sem skáld- sagnahiifundi. Hann leit sjálfur svo á, að leikhúsið væri hans svið. ,,Þar á ég hcima, bæði sem leikstjóri og höfundur", sagði hann. Hann reit skáldsögur af því að leikhúsin voru honum lokuð. Með Vér morðingjar, sem var frumsýnt á Dagmar- leikhúsinu 1920, vann hann afdráttar- laust sinn stóra sigur, og hrifningin greip
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124

x

Andvari

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.