Andvari

Volume

Andvari - 01.10.1963, Page 69

Andvari - 01.10.1963, Page 69
ANDVARI LEIKRIT GUÐMUNDAR KAMBAN 187 hátt, fékk hún í gær. Hún segir Ingólfi frá því: „Þegar ég lá frammi á gilbarm- inum og horfði niður, sá ég að einhverju skínandi bregður eins og leiftri fvrir aug- að. I sjálfráðum flýti gríp ég eftir því. Það var eins og höndin á mér skynjaði hvað það var áður en ég sjálf hefði tíma til að gera mér grein fyrir því. Það var perlubandið, sem hafði losnað úr hárinu á mér. Eg greip eftir því án þess að hugsa um hvað ég lá tæpt á hrúninni og í sama vetfangi finn ég að ég er að hrökkva fram af. Þeirri tilfinningu verður ekki lýst. Hægri hönd mín grípur eftir perlu- bandinu, sem hrekkur niður í gilið, og vinstri hönd mín grípur i grastó á barm- inum.“ Ilver maður sér hversu mynd- rænt og dramatískt lifandi þetta tilsvar er og hversu skýrar myndirnar í frá- sögn Höddu Pöddu sem hún situr við gilið, verða fyrir hugarsjónum okkar. Við skiljum, að leikritið mun líka, eins og Skálholt, geta orðið ný og hrífandi kvikmynd, sem mun gera fjöldanum nafn Kambans kunnugt, en eins hlé- drægur og dulur sem hann var minntist hann aldrei á þetta. Aframhaldið af til- færðri frásögn Höddu Pöddu er ekki að- eins dramatískt sviðrænt tilsvar heldur röð af lifandi myndum, raunverulegt kvikmyndarefni: ,,Ég missi jafnvægið og ekkert heldur mér uppi nema fácin gras- strá. Mér fannst hjartað hrökkva fram í hálsinn á mér, og svitann lagði urrj mig alla. Tóin var að bila, ég læsi fingrun- um niður í moldina og hegg tánum niður í grassvörðinn, en hann er of harður, ég reyni að líma fótleggina fasta við jörð- ina — ekkert stoðar, ég er að renna. Líf eða dauði. Til hægri handar er steinn. Ég sleppi grastónni, sveifla líkamanum upp á von og óvon til hægri, fæturnir renna fram af brúninni, en ég hangi á höndunum á stcininum, þegar ég komst upp á brúnina, lá ég lengi í dvala og vissi ekki hvort ég lægi heldur á gilbotn- inum eða þar sem ég lá. — Aldrei hefi ég elskað lífið heitara en i dag.“ Til- svarið, eins og hlutverkið í hcild gerir miklar kröfur til leikkonunnar, sem gefa á því líf annaðhvort á sviði eða í kvik- mvnd og sameinast persónu leikritsins. Leikkonan verður, urn leið og hún lýsir hinum óhugnanlega atburði og lífs- hættunni, sem Hadda Padda var í, að sýna hina brennandi þrá Höddu eftir að vinna ást Ingólfs aftur og tilraun hennar að hafa áhrif á hann með frásögn sinni. Það er því þýðingarmikið að atriðið sé þannig leikið, að við finnum að hin óhamingjusama en hugljúfa Hrafnhildur hefur hrært hjarta hans á ný, og að við finnum líka að fyrir svik hans og óham- ingju sína hcfur hún vaxið að innri styrk. „Aldrei hefi ég clskað lífið heitara en í dag“, er setning sem felur í sér margt og er næstum sérstök stoð í innri byggingu leikritsins. Mun hún gera að engu allt talið og hugsanirnar um dauðann? Fell- ur hann í faðm hennar? Ekkert af þessu gerist. En samt hefur henni tekizt að hafa áhrif á hann. Áður en hún fer á morgun ætlar Ingólfur að fara niður i gilið og lcita að perlubandinu. Þetta loforð í lok þriðja þáttar eykur eftirvæntingu áhorfenda, — og gefur Höddu nýja von. Hún á þá ítök í honum ennþá, það er vegna hennar, en ekki vegna systurinnar, að hann ætlar að stofna sér í þá lífshættu að síga niður í gilið. Atriðið á milli þeirra tveggja úti í náttúrunni er sérstaklega hrífandi og litríkt. Þegar Ingólfur er farinn cr 1 Irafn- hildur ein eftir mcð sorg sína. „Augu hennar fyllast tárum, og hún varpar sér niður með áköfum gráti. Eftir nokkra stund heyrast hlæjandi barnaraddir í nánd.“ Það eru sömu börnin og við sáum hina órólegu og hræddu Höddu gæta í
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.