Andvari

Volume

Andvari - 01.10.1963, Page 79

Andvari - 01.10.1963, Page 79
ANDVARI ATHUGANIR Á STÍL HÁVAMÁLA 197 sagður fram í sal hins Háva, og sá sem mælti allan tímann væri hinn Hávi sjálf- ur, Óðinn. Jafnframt var til gamalt fræðiljóð und-- ir ljóðahætti, sem hófst: Gáttir allar . . . , svo og safn stakra erinda og brota, meðal þeirra tvö um ástarævintýr Óðins, sögð af honum sjálfum. Þegar bæði þessi söfn (1—110 og 111—164) voru sameinuð, urðu til núverandi Hávamál. Við samein- inguna fékk allt safnið þetta heiti, og af því flaut sú ranga og hvatvíslega hug- mynd, að sá sem talaði í fyrsta stóra kvæð- imt (1—77) væri einnig Óðinn. Ekkert er því jafn óeðlilegt og ruglandi og að kalla þennan hluta „hin eiginlegu Eláva- mál“, eins og stundum er gert, til að- greiningar frá öðrum hluta safnsins. Hann hefur alveg efalaust verið tekinn scinast upp í það, og hann er alls ekki neitt Óð- ins mál. Það er þannig sannkallað ritstjórnar- verk, að minnsta kosti í tveimur áföng- um, sem liggur til grundvallar Hávamál- um, eins og þau standa skráð í Codex Regius. Merki benda til, að öllu þessu verki hafi verið lokið og Hávamálasafnið full- gert, þcgar Snorri setti saman Gylfaginn- ingu. Svo sem ég hef annarstaðar haldið fram, sýnist ekki ólíklegt, að greina megi hönd Snorra við niðurskipan safnsins. Tvær setningar í lokavísunni verðskulda sérstaka athygli vora: Nú eru Háva mál /kveðin Háva höllu í — og: Njóti sá, er nam. I fér endurþekkjast viss mörk frá sögunni í Gylfaginningu. Gylfi konung- ur kemur til Ásgarðs, dulhúinn scm gam- all förumaður, til að grafast fyrir um or- sakirnar að veldi og rnætti Ása. Þegar hann stendur svo í Háva höllu, litast um og sýnast margir hlutir með ólíkind- um, þá lætur Snorri hann minnast fornra vísdómsorða, og hann hefur yfir fyrsta erindi Hávamála: Gáttir allar, áðr gangi fram, um skoðask skyli, um skyggnask skyli, því at óvíst er at vita, hvar óvinir sitja á fleti fyrir. Og þegar hinni löngu viðræðu er lokið og Gylfi konungur hefur hlotið svar við hverri spurningu, þá beinir hinn Hávi til hans orðum, sem við finnum enn í lokaerindi I fávamála: Ok njóttu nú, sem þú namt. Þessi samsvörun getur naumast verið tilviljun. Eðlilegasta skýringin er sú, að höfundur Gylfaginningar og samsteypu- maður Hávamálasafnsins sé einn og sami maður. Samsetning og niðurskipan Háva- mála er óneitanlega mjög merkilegt verk og á engan líka annarstaðar í Eddukvæð- um. Það vitnar um yfirsýn og markvísi, sem aðeins er hægt að gera ráð fyrir hjá manni, sem hefur liugsað sitthvað um bókmenntaleg efni og er mjög innlífur hinni alþýðlegu geymd á íslandi. Allt þetta fjölskrúðuga safn er lagt í munn Óðni og þar með sett í goðsögulega um- gerð. Þetta kemur algerlega heim við stílræna meðhöndlun Snorra á goðfræði- efninu í Gylfaginningu og Skáldskapar- málum. Enn ber að hyggja að einu atriði, sem virðist tengja Snorra ennþá fastar við niðurskipan Hávamálasafnsins. Það er undraverð lílcing með hinum tilbúna ramma um seinni hluta Ilávamála (111 —164) og umgerðinni í Gylfaginningu. Loddfáfnir stendur í sal hins I láva, alveg eins og Gylfi konungur, og til hans talar rödd, sem gefur honum heilræði og fræðir hann um rúnir og töfraljóð. Það er hinn
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.