Andvari - 01.10.1963, Side 84
202
ELIAS WESSÉN
ANDVARI
Þegar frá eru talin áðurnefnd erindi 44
—46, um vináttuna, þá er þetta eina
dæmið í Hávamálum 1, þar sem ávarpið
»þú“ kemur fyrir. Braglínan mæli þarft
eða þegi skýtur aftur upp kolli í Vaf-
þrúðnismálum, þar sem hún er lögð í
munn farandmanninum Gagnráður-Óð-
inn:
Óauðigr maður,
er til auðigs kemr,
mæli þarft eða þegi.
Askorunin er í þessu frásögulega sam-
bandi vafalítið fengin að láni í fræðiljóð-
inu Hávamálum.
56. Orlög s'n
viti engi fvrir.
Byggingu þessara vísuorða: Or/ög sín /
viti engi fyrir, / þeim er sorgalansastr
sefi ber að samlíkja við 54. erindi: þeini
er fyrða / fegrst at lifa, / er vel margt
vi'.u. Merkingin er þessi: þeim er sorga-
lausastur sefi, er eigi vita fyrir örlög sín.
61. Þveginn ok mettr
ríði maðr þingi at,
þótt hann sé-t væddr til vel;
skúa og bróka
skammisk engi maðr
né liests in heldr.
Það er að segja: maður skal ekki koma til
þings óhreinn og svangur; hann gctur
alténd þvegið sér og etið morgunverðinn,
þótt hann sé ekki mjög vel klæddur.
Mettur þýðir þannig ekki saddur á þess-
um stað, heldur sem hefur etið. Til sam-
anburðar um efni erindisins má nefna
33. vísu, svo og 25. erindi Reginsmála.
í öllum þessurn þremur erindum með
viðtengingarhætti er frumlagið maður
almennt, cða gagnstæðan engi, engi
maður.
Nútíð viðtengingarháttar kemur fvrir
(utan Hávamála I) i erindarununni 85—
89: akri ósánum / trúi engi maðr . . . ,
vcrði-t maðr svá tryggr, / at þessu trúi
öllu.
Ríkjandi sagnmynd í heilræðum Háva
mála I er skal eða skyli, án frumlags, eða
með almennu frumlagsorði: maður, engi,
eða þvíumlíkt. Með þessu er gefið í skyn
almennt gildi heilræðisins, einkenni þess
sem snið, lífsregla.
1. skal, skala.
35. Ganga skal,
skal-a gestr vcra
ey í einum stað.
52. Mikit eitt
skal-a manni gefa.
Litlar gjafir duga löngum, og því er
nauðsynjalaust að ausa út stórgjöfum. í
síðari vísuhelmingnum víkur skáldið að
eigin reynslu: með halfum hleif / ok með
höllu keri / fckk ek mér félaga.
Með maður almennt sem frumlag:
42. Vin sínum
skal maðr vinr vcra.
30. At augabragði
skal-a maðr annan hafa
38. Vápnum sínum
skal-a maðr velli á
ganga feti framar.
Með öðru orði, scm hefur nafnorðs
cða fornalnsgildi, sem frumlag:
41. Vápnum ok váðum
skulu vinir gleðjask.
58. Ár skal rísa,
sá er annars vill
fé eða fjör hafa.
59. Ár skal rísa,
sá er á yrkjendr fáa.