Andvari - 01.10.1963, Síða 85
ANDVARI
ATHUGANIR Á STÍL HÁVAMÁLA
203
63. Fregna ok segja
skal fróðra hverr;
einn vita
né annarr skal.
Vísuhelmingarnir í 63 eiga ekki saman
efnislega og munu varla hafa verið upp-
hafleg eining.
103. Heima glaðr gurni
ok við gesti reifr,
sviðr skal um sik vera,
minnigr ok málugr,
ef hann vill margfróðr vera,
oft skal góðs geta.
Hið almenna skcil kemur reglubundið
fyrir í erindum Sigurdrífumála um rún-
irnar; A horni skal þær rísta. Einnig í
fyrirmælunum um það, hvernig fara ber
með lík: Laug skal görva, / þeim er liðnir
eru. Samanber einnig Reginsmál 25,
Fáfnismál 10, Sigurðarkviðu ina skömmu
12.
2. skyli, skilit.
1. Gáttir allar,
áðr gangi fram,
um skoðask skyli,
um skyggnask skyli.
Venjulega með fyllilega óákveðnu
frumlagi maður eða neikvætt: engi maður:
33. Árliga verðar
skyli maðr oft fáa.
6. At hyggjandi sinni
skyli-t maðr hræsinn vera.
40. Féar síns,
er fengit hcfr
skyli-t maðr þörf þola.
43. En óvinar síns
skyli engi maðr
vinar vinr vera,
Setningin er nokkuð flókin, en meiK-
ingin alveg Ijós: maður skal sýna aðgát
og aldrei vera vinur neins, sem er vinur
óvinar manns. Samanber einnig (fyrir
aftan Hávamál I) 84. erindi: Meyjar orð-
um / skyli manngi trúa — og 93. erindi:
Ástar firna / skyli engi maðr / annan
aldregi.
Með frumlagi, sem er fyllra að formi
til, jafnvel þótt merking þess sé hýsna
loðin og ekki miklu ákveðnari en í maðr:
15. Þagalt ok hugalt
skyli þjóðans harn
ok vígdjarft vera;
glaðr ok reifr
skyli gumna hverr,
unz sinn bíðr bana.
Við skýringu þessa erindis hafa menn tíð-
um lagt mikið upp úr gagnstæðunni
þjóðans barn konungssonur og gumna
hverr sérhver maður. Heusler segir: „Það
kemur á óvart, að svo ólíkar kröfur skuli
gerðar á hendur prinsi og óbreyttum
manni. Hefur tveimur óskyldum vísu-
brotum verið steypt saman?“ Af þessurn
rökum m. a. hafa þeir Finnur Jónsson
getið þess til, að erindið væri síðara inn-
skot. En það er naumast ráðlegt að draga
svo víðtæka ályktun af stuðulorðum:
þagalt . . . þjóðans barn, glaðr . . . gumna
hverr. Áreiðanlega gildir sama siðaboð
fyrir alla frjálsa rnenn, jafnt konunginn
sem bóndann. Manni ber að vera fámáll
og íhugull, vígdjarfur, glaður og reifur,
meðan lif endist. (Sbr. og áðurnefnt er-
indi 103).
42. Fllátr við hlátri
skyli hölðar taka.
54. Meðalsnotr
skyli manna hverr,
æva til snotr sé.