Andvari - 01.10.1963, Qupperneq 90
208
IÍUAS WIiSSÉN
ANDVARI
Erindi 28 hefst á orðunum Fróðr sá
þykkisk, og sömu orð eru viðhöfð í 30.
og 31. erindi. Þessi þrjú erindi fjalla um
ónóga sjálfsþekkingu. Að líkindum ættu
28. og 29. erindi að skipta um sæti. Það
virðist sennilegt, að 29. erindi hafi fyrst
fallið niður — annaðhvort við munn-
lcgan flutning kvæðisins cða við ritun
þess — og síðan verið skotið inn á eftir
28. erindi.
28. Fróðr sá þykkisk,
er fregna kann
ok segja it sama;
eyvitu leyna
megu ýta synir,
því er gengr um gunia.
30.....................
rnargr sá fróðr þykkisk,
ef hann freginn er-at
ok nái liann þurrfjallr þruma.
31. Fróðr þykkisk,
sá er flótta tekr,
gestr at gest hæðinn;
veit-a görla,
sá er of verði glissir,
þótt hann með grömum glami.
Samhengið milli vísuhelminganna í 28.
erindi cr óljóst. Hið sama gildir í enn
ríkari mæli um 30. erindi. Þessi vísa hef-
ur ennfremur að geyma áskorun í modal-
mynd (skal-a maðr) og almenna staðhæf-
ingu í nútíð framsöguháttar. Þetta á við
um nokkur fleiri erindi, sem á eftir fara;
33, 35, 40 og 41.
Á hinn bóginn liggur santhandið milli
vísuhelminganna í 31. erindi í atigum
uppi. Efni þess vitnar um reynslu og
mannþekkingu. Orðin vit, mannvit ættu
mjög vel við um það.
Erindi 31 og 32 eru nátengd. Þeir, sem
hittast í samkvæmi, skulu sýna hverjir
öðrum tillitssemi og aðgát. Spaug getur
auðveldlega snúizt upp í deilu, fljót-
færnislegt orð getur spillt fornri vináttu
og orðið upphaf mikillar sundurþykkju.
í orðalaginu sjálfu, eins og svo títt í
kvæðinu, eru einnig viss tengsl, sem hafa
verið minninu stuðningur: gestr at gest
(31), gestr við gest (32).
32. Gumnar margir
erusk gagnhollir,
en at virði vrekask;
aldar róg
þat mun æ vcra,
órir gcstr við gest.
Enn eru tvö erindi (33 og 35), sem
boða skynsemd og hæversku í gestaboði
og í heimsókn hjá vinurn. Og milli þeirra
stendur liið fagra erindi um vináttuna;
34. Afhvarf rnikit
er til ills vinar,
þótt á brautu búi,
en til góðs vinar
liggja gagnvegir,
þótt hann sé firr farinn.
Vísan er sjaldgæflega vel gerð, einnig frá
hreinu formsjónarmiði: tvöfaklar gagn-
stæður: afhvarf — gagnvegir, til ills vin-
ar — til góðs vinar, krosslæg (kiastisk)
skipan orðanna, samstæður í löngu brag-
línunum: þótt á brautu búi — þótt sé
firr farinn.
Erindi 35 rekur endahnútinn á hugs-
unarferil, og þar lýkur fyrsta hluta kvæð-
isins, eins og margir hafa bent á. Orðið
gestr kemur hér fyrir í seinasta sinn í
I lávamálum I. Skáldið skilst við það
efni, senr til þessa hefur verið uppistaðan
í fræðslu hans.
1 framhaldinu ber mest á áskorunum
og heilræðum í modal-mynd, eins og
þegar Iiefur verið bent á. Þau eru blandin
orðskviðavísum (35—36, 47, 49, 53, 65).
Einnig bregður hér fyrir því, sem kalla
mætti myndvísur. Ein þvílík vísa hefur
áður komið fyrir (21). Fyrri helmingur