Andvari - 01.10.1963, Page 93
ANDVAllI
TVÖ LJÓÐ
211
Á mínu banadcegri ég mun að nýju þrá
hinn mikla stjörnuhimin og eyjasundin blá,
og litadýrð míns heimalands, er hug minn til sín dró,
er haustsins sól gekk undir við kvöldrauðan skóg.
Og hreinleik snœs og vetrar rnun hjarta mitt þrá
og huldulöndin fjarlœg, sem ég aldrei fékk að sjá,
og minnast hvernig þeyrinn söng í þröngra gljúfra sveig
og þaut í visnu sefi um nes og engjateig.
Og lífið heldur áfram, sem fyrr, um farna slóð
og fuglar himins syngja sín morgunbjörtu Ijóð.
í skýjum koma heiðrík vor og haustin sinubleik
og hefja langan víxlsöng við stormsins undirleik.
NÆTURREGN
Nóttin lykur um runn og rein,
regnið seytlar um mold og stein,
og lœtur við eyra, með öll sín tár,
sem œskunnar grátur, ráðafár.
Hver er þá sá, er svo um nótt,
sönglaus og vonlaus grœtur hljótt,
er haustregnið tuldrar með tregaróm
og tómleikinn vex eins og skuggablóm?
Hún veit sér ei huggun sú harmþrungna raust.
Það er haustnœturregn, það er seint um haust,
— og lœtur við eyra, með öll sín tár,
sem œskunnar grátur, ráðafár.
Guðmundur Böðvarsson íslenzkaði.