Andvari - 01.10.1963, Page 94
ERIK S0NDERHOLM:
Danskar bókmenntir 1940—60
Fyrri grein.
Grcin þessi er luigsuð sem fyrsta kynn-
ing danskra bókmcnnta frá upphafi síðari
heimsstyrjaldar. Af hagkvæmdarástæðum
hefur reynzt óhjákvæmilegt að takmarka
sig við höfunda, sem hófu feril sinn eða
gáfu út aðalrit sín á þessu tímabili. Þar
með er vitanlega ekki sagt, að hin eldri
skáld, sem sum hin helztu eru nefnd í
fyrsta kafla, hafi engan þátt átt í bók-
menntalegri framvindu tímabilsins. Idin
hnitmiðaða tímabilaskipting bókmennta-
sögunnar er venjulega til ills cins, enda
gerð til notkunar í byrjendabókum skól-
anna. 1 lún svælir skilninginn á samleik
bókmenntalegra stefna, en það er einmitt
þessi samleikur, sem Ijær bókmenntunum
líf og lit. Oldurnar hafa oft risið hátt í
kappræðum hinna eldri meiri háttar höf-
unda frá árunum 1930—1940 og hinna
yngri höfunda frá því eftir 1940, og það
eru einmitt þessi fjörugu skoðanaskipti,
sem eru líftaugin í dönskum bókmennt-
um á þessu tímabili.
I
A þriðja tug aldarinnar bar mest á Ijóða-
gerð i dönskum bókmenntum, en eftir
1930 hafa skáldsagnagerð og leikritun
skipað fyrirrúmið. Ljóðskáld hins fyrra
skeiðs má réttilega kalla fagurkera; þeir
aðhylltust vígorðið um listina fyrir listina
og þá lífsreglu að hafa enga skoðun um
stjórnmál né trúmál og áttu þá eina ósk
að þurfa ekki að taka afstöðu. Skáld fjórða
tugsins snerust hart gegn þessu neikvæða
afskiptaleysi. Sjálfur leiðtogi hinna eldri
Ijóðskálda, Tom Kristensen (f. 1893), af-
neitaði árið 1932 gjörsamlega þessari fyrri
alstöðu sinni og kvað það orðið sannfær-
ingu sína, að bókmenntir yrðu beinlínis
að spretta upp af og láta að sér kveða í
stjórnmálabaráttu og þjóðfélagsátökum
líðandi stundar. Þessi skoðun hans varð
afstaða áranna eftir 1930, og hún efldist
við eðlilega samfylkingu gegn framsókn
fasismans og af heimskreppunni miklu,
sem Danmörk varð illilega lyrir barðinu
á. Bókmenntasögulega séð var hér verið
að taka aftur upp þráðinn frá Georg
Brandes. Hin umdeilda kenning hans frá
1871 fékk aftur fulla merkingu fyrir bók-
menntirnar: ,,Á vorum dögum sanna bók-
menntirnar lífsgildi sitt með því að taka
málefni til umræðu". Krafan um að hefja
umræður og taka persónulega afstöðu olli
því, eins og á árunum eftir 1870, að skáld-
söguformið og leikritið varð ofan á.
Án þess að fara út í smáatriði skal ég
sem snöggvast ncfna nokkra af þekktustu
höfundum þessarar stefnu, menn sem oft
eru vinstrisinnaðir i stjórnmálum og í
harðri andstöðu bæði við fasismann og
danska þjóðfélagið og hagkerfi þess. Þeir
eru skáldsagnahöfundarnir Knuth Becker
(1893), Erling Kristensen (1893—1961),
Hans Kirk (1898), Harald Herdal (1900),
Hans Scherfig (1905) og Mogens Klit-
gaard (1906—45) og auk þeirra leikrita-