Andvari - 01.10.1963, Page 113
ANDVARI
LEIKBRÆÐUR VIÐ FLJÓT
231
örskotsstund, og bíllinn eykur hraðann á ný, skyrpir götumuslinu aftur undan sér
og í andlit piltanna tveggja og svo liverfur hann inn í rnyrkur þorpsgötunnar.
— Drott....! Það var hann ... var hún, stynur Hiillu-Gvcndur og tekur
andköf af geðshræringu.
— Það sýndist mér líka, hvíslar Glói samúðarfullur.
Hvernig sem á því stendur, virðist eins og bernskuleik þessara jriltunga sé
lokið að eilílu; hvorugur eignar sér þennan rauða og skrautléga híl, síðasta bíl
kvöldsins.
Þar sem haustlegar Ijósglæturnar frá kofum kerlinganna flæða saman á
miðjum stíg skiljast leiðir piltanna. Höllu-Gvendur skýzt flóttalega yfir ljós-
hjarmann og hverfur niður eftir myrkrinu, en Glói opnar hliðgrindina hjá sér
og þreifar sig áfrarn þessi fáu skref að kofadyrunum, lotinn og hugsandi.
Honum eru ekki háttur í hug. Og þegar ganrla konan gægist út um kol'a-
dyrnar og sér liann standa eins og steingerving uppi við vegginn og hafast ekki
að, verður hún furðu lostin, á því ekki að venjast, að drengurinn hennar komi
sér ekki í bólið, þegar honum er sagt.
— Hvað meinarðu eiginlega, Glói minn? Kominn rauðaháttatími og þú
hímir hér i'iti undir vegg. Snáfaðu í háttinn, segi ég; er ég ekki margbúin að
ÖÖ 7 O7 Ö Ö
kalla á þig?
— Skiptu þér ekki af mér, mamma, svarar hann og lítur ekki við henni;
rómurinn er kaldur og sár, fullur innibyrgðrar þjáningar og heiskju ... margra
ára.
— Drottinn minn og guð, hvað er að þér, Glói minn?
— Ekkert.
— Nú hefur ófétið hann Gvendur verið að fleka þig til að taka þátt í
einhverju syndsamlegu.
— Það er ekki satt, mamma.
— Ójú, ég sé að erkióvinurinn situr um sál þína, veslings drengurinn minn,
annars værir þú ekki svona kaldur og hortugur við hana móður þína.
— Farðu, ég kem hráðum! Sami kuldinn og áður, sama nepjan.
— I Ivað voruð þið að dómollast þarna niðri í hakkanum? spyr gamla kon-
an sáttfús, ívið hrædd við þessi óvenjulegu viðhrögð sonar sins.
— Ekkert sérstakt.
— Og eitthvað liafið þið nú verið að gera; spjalla kannski; hvað söng í
Gvendi?
— Ekki neittneitt, við sátum bara.
— Jæjajæja, en farðu nú að koma þér inn.
— Eg kem, mamma ... þggar mér sýnist.