Andvari

Árgangur

Andvari - 01.10.1963, Síða 114

Andvari - 01.10.1963, Síða 114
232 GUÐMUNDUR FRÍMANN ANDVARI — Því i dauðanum ertu svona... svona hortugur? — Farðu! — Jájá, ég skal fara, cn guð fyrirgefi þér, hvernig þú talar. Og gamla konan hverfur inn í myrkrið, sigruð, harmi lostin. Uppi við kofavegginn hímir Glói sem áður, samgróinn myrkrinu og sýnir ekki á sér neitt fararsnið. Hann einblínir niður í þorpið, þar sem ljósin eru sem óðast að týna tölunni og öll hljóð að þagna. Hann er á ferð með Höllu-Gvendi, fylgir honum eftir á leyndardómsfullri ferð hans um þorpið, sér sýnir, sem fylla hann unaðslegum og ólýsanlegum hrolli. Það liggur við borð að hann skjálfi, enda þótt golan ofan af túnum og engjum sé ennþá glóðheit og baldurs- bráin og humallinn á veggnum strjúki kjassandi um vanga hans og sýni honum ástarhót. Ekkert virðist geta sefað þennan ólýsanlega hroll, og ekkert virðist geta bætt honum eitthvað, sem honum finnst hann hafa farið á mis við í kvöld.... Þarna stendur hann cins og negldur í vegginn og einblínir. Skyldi hann trúa því, að eitthvað eigi eftir að gerast, scm einnig hann varði, einnig hann geti glaðzt af? Hver veit. En hann fetar leiðina leyndardómsfullu, er sporgengill Höllu-Gvendar um öngstræti munaðar og ævintýra. En kvöldið hefur ekki viðnárn, og nóttin ler i hönd. Þó bíður hann enn og bíður. Móðir hans hefur slökkt fyrir stundu, en hjá EIöllu gömlu á Fljóts- bakkanum lifir enn. Bíður hún líka? Og þá eftir hverjum? Gvendi? Ef til vill bíður hún eftir honum, kerlingarkindin. En öll bið tekur enda. Seint og um síðir sér Glói, hvar Höllu-Gvendur kemur ranglandi neðan úr myrkrinu og inn í ljósbjarmann úr glugga fóstru sinnar. Enn sem fyrr skýzt hann flóttalega yfir bjarmann og staðnæmist við efra kofaliornið. Drukkinn? Það er ekki um að villast; líka sér Glói móta fyrir flöskunni í rassvasanum. Var þetta þá allt og sumt? Var þetta þá allt ævintýrið? Allur munaðurinn? Þá hefði verið eins fallegt að hátta strax. — Gvendur, hvíslar hann yfir götuna. — Hva!... ertu ekki háttaður fyrir liingu, drengur? Hvern djöfulinn ertu eiginlega að drolla þarna í myrkrinu, ha? — Ekkert sérstakt . . . fá mér frískt lolt og pissa. — Fá sér frískt loft og pissa! Það er svo sem auðvitað! Þú ert að mannast, karlinn, það er auðheyrt á öllu . . . hættur að pissa í kopp . . . úti undir vegg, eins og stóru mennirnir! . . . Komdu, vinur, en láttu ekki kerlingarpúturnar sjá til þín. — Flvernig gekk það? spyr Glói fullur eftirvæntingar. Honum hefur tekizt að stikla óséður yfir götuna, annars er ekki trúlegt, að hún Halla gamla liggi úti í glugga, komið fram á rauðanótt . Hún er ekki vön því, lnin Halla!
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124

x

Andvari

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.