Andvari - 01.10.1963, Side 115
ANDVARI
LEIKBRÆÐUR VIÐ FLJÓT
233
— Gekk það? Það segi ég þér ekki, biilvaður heimaskíturinn þinn; þú vildir
ekki koma. En eí þú verður svo hupplegur að þiggja eina pöddu af mér, skal ég
segja þér ýmislegt, annars ekki, og Gvendur vegur flöskuna laumulega upp úr
vasa sínum.
— Fáðu þér einn, það drepur þig ekki, og þú færð góða sögu í kaupbæti.
Þú getur hálsbrotið þig upp á það, að eftir að hafa heyrt þá sögu, festir þú ekki
hænublund í alla nótt vegna . . . aaa . . . ég gleymi því alltai hvílíkt bleijubarn
þú ert . . . Svona, taktu einn . . . svona!
— Nei, Gvendur, ekki núna, kannski seinna.
— Hvað á þetta að þýða! Hver . . . hver andskotans djöfullinn gengur að
þér? Er ekki hægt að koma ofan í þig brennivíni? Það er naumast! . . . Nei, ég
hætti alveg að vera með þér; sannarlega máttu sigla þinn sjó. Þú ert Hjálpræðis-
hersmatur og ekkert annað. Fjandans fjandinn!
— Vertu ekki reiður við mig, Gvendur minn; einhvern tíma seinna, kannski
á morgun, skal ég drekka með þér brennivín, eins mikið brennivín og þú vilt,
en ekki í kvöld.
— Því ekki í kvöld, má ég spyrja? Hvílir einhver sérstök bölvun á þessu
kvöldi? Ég hefði nú haldið annað, og Höllu-Gvendur ber flöskuna upp að
vörum sér og sýpur vænan teyg.
— Það er ekki það, góði Gvendur, en ég þarf að fara að hátta, mamma
gamla bíður mín . . .
— Alltaf þessi sanra mamma-mamma-mamma! tafsar Höllu-Gvendur, og
andlitið skælist hroðalega af fyrirlitningar- og háðsglotti.
— Þú ættir líka að fara að leggja þig, Gvendur.
— Víst fer ég að leggja mig, en ekki í rúmbælið hérna inni, skaltu vita.
— Hvað áttu við?
- A ég við? Kannski ekkert sérstakt, kannski eittlivað sérstakt.
— Hvar hefurðu eiginlega haldið þig í kvöld, Gvendur?
Ö Ö I o 7
— Flvorki einstaðar né neinstaðar . . . alstaðar.
— Ertu orðinn fullur, eða hvað?
— Fullur? En ekki hvað? Til hvers heldurðu, að maður drekki brennivín?
En bráðum get ég orðið minna fullur, ef ég vil og þarf . . . og ég þarf, skal ég
ö ö ’ööi öör7 ö
segja þér í trúnaði. Annars segi ég þér aldrei neitt framar, hvorki í trúnaði né
ekki trúnaði; þú átt það ekki skilið.
— Ertu að bíða eftir einhverju? spyr Glói.
— Eftir hverjum fjandanum ætti ég að vera að bíða? Nei, ég er bara hérna,
stend bara hérna; má ég það kannski ekki?