Andvari - 01.01.1986, Qupperneq 112
110
GUNNAR STEFÁNSSON
ANDVARI
því að margar hneigðir séu uppi innan beggja stefna. En engu að síður
held ég að þessi skilgreining geti gagnast okkur þegar við reynum að meta
stöðu Indriða G. Þorsteinssonar í íslenskri sagnagerð. Skilgreiningin á að
sjálfsögðu jafnt við skáldsagnaritun sem smásagna.
Áður var að því vikið að Indriði er raunsæishöfundur, en sögur hans
greini sig frá næstu höfundarkynslóð á undan í frásagnaraðferð og við-
horfum. Hins vegar er Ijóst að sögur Indriða eru ólíkar þeim módernisma
sem tók að láta á sér bæra um sömu mundir og hann fór að birta sögur. Sjá-
um við það gleggst ef við berum saman við jafnaldra hans, Thor Vilhjálms-
son, sem gaf út fyrstu bók sína ári fyrr en Indriði og nefndi Maðurinn er
alltaf einn. Skilgreining módernismans hjá Matthíasi Viðari fellur vel að
verkum Thors. Indriði er aftur á móti raunsæishöfundur að því leyti að
hann sér einstaklinginn í skýru samhengi við samfélagið, raunar má segja
að einstaklingur Indriða sé leiksoppur samfélagsafla sem hann ræður eng-
an veginn við. En hver er þá sérstaða höfundarins?
Hún er fólgin í stílnum og samsömun sögumiðs og söguforms. Stíll Ind-
riða er hlutlægur, sjónrænn, nákvæmur í myndgerð. Sögur hans hverfast
um sjálfar sig. Þær eru ekki útleggingar á einu eða neinu, ekki heldur texti
til útleggingar. Og þetta er raunar veruleg nýlunda miðað við eldri höf-
unda vora. Siðferðismatið, erindi höfundar við lesandann, eins og stundum
er sagt, er fólgið í hinum sjónræna, áþreifanlega efniviði verksins, - form
og inntak órofa heild. í sjálfu sögumannsviðhorfi Indriða er fólgið hið per-
sónulega framlag hans til sagnagerðarinnar. í rauninni stendur hann á
milli hefðbundinnar raunsæisstefnu og módernískrar sagnaritunar.
í bókmenntafræði er raunsæisstefnu lýst svo að samkvæmt henni skuli
skáldin leitast við að gefa rauntrúa mynd af samfélagi manna, og jafnframt
er einatt fólgin í verkum raunsæishöfunda pólitísk eða siðferðileg áminn-
ing. í smásögum er altítt að lýst sé utangarðsmanni, einstaklingi sem sam-
félagið útskúfar og tortímir. Stundum er talað um félagslegt raunsæi
annars vegar og borgaralegt hins vegar. Fer það þá eftir því hvort ádeila á
öfugsnúið og grimmúðugt samfélag er mönnum hugleiknari en almenn
heimspekileg eða siðferðileg íhugunarefni. Þennan streng getum við rakið
í íslenskri sagnagerð aftur til Verðandimanna. Naprar þjóðfélagsádeilur
Gests Pálssonar urðu fyrirmynd slíkra sagna, þar sem Einar H. Kvaran
varð höfuðskáld borgaralegs raunsæis á sinni tíð. Seinna sjáum við þessar
kvíslar í verkum tveggja þeirra höfunda sem mesta stund lögðu á smá-
sagnagerð, þeirra Halldórs Stefánssonar og Þóris Bergssonar. Sá fyrr-
nefndi samdi harðskeyttar ádeilusögur, hinn síðartaldi var sporgöngumað-
ur Einars H. Kvarans sem oddviti borgaralegrar raunsæisstefnu í smá-
sagnagerð. Þessa strauma sjáum við líka í skáldsögunum, nema hvað Hall-
dór Laxness spannar hvorttveggja á sínum ferli. Næstir honum fóru Stefán