Andvari

Årgang

Andvari - 01.01.1948, Side 37

Andvari - 01.01.1948, Side 37
ANDVAHI Rögnvaldur Pétursson 33 bókmenntir og skáld, sem myndi sóma sér með hvaða þjóð sem vera vildi. Það er efalaust örðugt að vera skáld með smárri þjóð, og saga okkar vitnar nógsandega um þau kjör, er skáld vor hafa átt við að búa löngum. En hafi þetta verið örðugt hér á íslandi, má fara nærri um það, að slíkt hafi þó enn þyngra veitt með frændum vorum vestra, vegna enn meiri mannfæðar og örðugleika um útgáfu og laun fyrir sltáldverk. Oftast voru dálkar vikublaðanna eina athvarf íslenzku skáld- anna vestra, jafnt hagyrðinganna sem snillinganna, sjálfsagt launalaust að öllum jafnaði. Stórskáldið Stephan G. Stephans- son er glöggt dæmi um þetta umkomuleysi. Hann var hálfsex- tugur að aldri, þegar nokkrir vinir hans höfðu samtök um það að kosta prentun á þremur fyrstu bindum af kvæðum hans, Andvökum. í þeim hóp var Rögnvaldur Pétursson og ýinsir helztu vinir hans og samstarfsmenn. Þetta var á árun- um 1907—1909. Árið 1916 gekkst síra Rögnvaldur fyrir því að láta prenta kvæðasafn Kristins skálds Stefánssonar, Út um vötn og velli. Kristinn Stefánsson var einn í landnemahópnum uiiltla 1873, samferðamaður Stephans G. Stephanssonar, mikil- hæfur gáfumaður og gott skáld, frægt dæmi um íslenzkan lista- *nann, er brýzt fram til mikils listaþroska og menningar við hörð kjör erfiðismannsins og fátæklingsins. Ég ætla, að hann niyndi enn liggja óbættur hjá garði, ef síra Rögnvaldur hefði ekki greitt lausnargjaldið vegna þjóðar sinnar. Öllu affara- nieiri var þó stuðningur sá, er hann veitti höfuðskáldi íslend- lnga vestra, Stephani G. Stephanssyni, á efri árum hans. Hann annaðist um útgáfu á þremur seinni bindunum af Andvökum 1923—38 og sparaði til þess hvorki fé né fyrirhöfn. Og hann safnaði saman bréfum Stephans og öðrum ritum í óbundnu máli og hafði svo um búið, áður en hann féll frá, að tryggt var, að þetta væri prentað. Mun því verki lokið nú í haust. Ég skal ekki víkja nánara hér að sambandi þeirra Rögn- valds og Stephans hin síðustu ár skáldsins, því að það liggur 1111 næsta Ijóst fyrir þeim, sem um það vilja fræðast, af bréf- Uln Stephans til Rögnvalds. Mótblástur sá, er Stephan sætti Vestra á árunum um og eftir 1920, var furðulega illkynjaður

x

Andvari

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.