Andvari

Árgangur

Andvari - 01.01.1948, Blaðsíða 23

Andvari - 01.01.1948, Blaðsíða 23
andvari Rögnvaldur Pétursson 19 l)að hafa sjálfsagt margir íslendingar gert vestan hafs. Hann getur líka tekið þann kost að hverfa hljóðalaust í mannhafið, og er hann þar með úr sögunni. En vilji innflytjandinn halda sínu og gerast þó hlutgengur horgari með þeirri þjóð, er hann býr með, nægir honum ekki búsældin ein, þótt hann eigi henn- ar ráð. Sira Rögnvaldur Pétursson hefur lýst þessu af snilld i einni blaðagrein sinni: „Trúa má því, að þótt steinn rísi við stein .... með áletruðum nöfnum allra landnemanna og sona þeirra og dætra, að þeir varðar verða skammvinn vegamerki, er fram líða stundir. Letrið máist, steinn fellur á jörð, og ef ekkert er annað, er minnt fær á landnám vort og hingaðkomu, verðum við öll sek um varðviti eins fyrir það. — — — Þótt vér ræktum landið og ryðjum mörkina, geymist það skammt, ef ekkert er meira. Strax og vér sleppum höndinni af plóg- skaftinu og göngum til hvíldar, tekur annar við — og moldin mezt ekki við neinn, hver hana plægir. Og svo gleymast þeir fyrstu og þeir aðrir og þeir þriðju, unz það er að lokum orðin svipul sögn um það, hverjir voru fyrstir, hvað þeir afrekuðu og liversu þeir týndust.“ Vilji innflytjandinn verða hlutgengur horgari með þeirri þjóð, er hann býr með, lætur hann sér ekki nægja, þótt lionum takist að verða góður búþegn. Hann verður að læra tungu lands- manna, kynna sér landshagi og þjóðmál, taka þátt í þjóðlif- inu, vinna sér traust og virðingu samþegna sinna, sjá börnum sínum fyrir þeirri menntun í skólum landsins, er skipi þeim jafnfætis börnum innlendra manna, svo að þau fái neytt brafta sinna í jafnri vígstöðu. Þetta var efalaust önnur megin- bugsjón flestra landnemanna. Og þeim tókst að láta hana i'ætast. Það er alkunnugt, að íslenzku landnemarnir sýndu yfir- leitt frábæran dugnað i hverju því starfi, er þeir tóku sér fyrir hendur, að þeim farnaðist vel og hörn þeirra héldu vel UPPÍ því merki, sem þeir höfðu reist, og áttu því hægra með að £>era það sem þau stóðu betur að vígi en foreldri þeirra vegna meiri kunnleika, þekkingar og menntunar, svo sem breyttir tunar kröfðu og landsvenja heimtaði. En jafnvel þetta var samt ekki nóg. Og enn skal vitnað til orða síra Rögnvalds: ........
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Andvari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.