Andvari

Volume

Andvari - 01.01.1948, Page 45

Andvari - 01.01.1948, Page 45
ANDVARI Sigurður Breiðfjörð 41 izt á að leggja út i það „ófæru vað“, eins og Sigurður orðaði það, að fara vestur til lians. Hún var því áfram hjá Otta, og svo fór, að þau eignuðust barn saman árið 1832, og voru þau síðan samvistum, þar til Otti andaðist 27. des. 1841. Sigríður hélt því i'ram fyrir rétti 1837, að liún hefði ekki tekið saman við Otta fyrr en 1831, er hún frétti, að Sigurður hefði andazt i Grænlandi. í manntali Ofanleitissóknar er hún til 1832 kölluð Sigríður Nikulásdóttir Breiðfjörð og beykiskona, en síðan Sig- ríður Nikulásdóltir bústýra. I réltarhaldi því, sem áður greinir, var Sigríður að því spurð, hver orsök hefði legið til þess, að þau Sigurður skildu. Hún svaraði því til, að hún vissi ekki aðra ástæðu til þess en hans „óstöðugheit“, og hefði skilnaðurinn orðið þvert á móti vilja hennar. Sigríður andaðist 73 ára gömul, 16. maí 1859, hjá dóttur sinni, Margréti Skúladóttur, Ijósmóður í Hólshúsi í Vestmannaeyj um. Sigurður dvaldist á ýmsum stöðum við Breiðafjörð þessi árin. En árið 1829 var hann í Flatey hjá Guðmundi Scheving agent. Þá hófust afskipti hans af svonefndum Skáleyjamálum, sem urðu afdrifarík fyrir ævi hans, þó að lítill ljómi sé yfir meðferð hans á þeim málum. En að vísu virðast menn liafa haldið, að Sigurður sýndi þá mikla lögkænsku. Árið 1827 andaðist Elín Brynjólfsdóttir, síðari kona Magn- úsar Ketilssonar sýslumanns, og höfðu þau ekki átt börn saman. Hún hafði arfleitt börn Magnúsar að mestum hluta eigna sinna. Skiptu þau með sér eignum hennar og einnig Skáleyjum, sem hún hafði gefið systur sinni, Arnfríði í Bæ á Bauðasandi, og börnum hennar. Þegar þau fréttu um skiptin, fengu þau Sigurð Breiðfjörð til þess að takast á hendur erfða- kröfu þeirra. Fyrstu afskipti hans af málinu voru þau, að hann skrifaði Páli Benediktssyni, tengdasyni Magnúsar, 25. marz 1829, og gerði kröfu til eyjanna. En 8. september 1829 afsalar hann séra Eggerti Jónssyni Skáleyjar. Hefst afsalið á þessum orðum: „Þar eð ég undirskrifaður, beykir Sigurður Breiðfjörð, er nú orðinn þreyttur á kostnaði og ferðalagi að drífa Skál- eyjasökina, en er að engu nær, og vantar peninga, hverja ég

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.